Tom Ford virðist vera margt til lista lagt, hann er ekki bara framúrskarandi hönnuður og snjall í viðskiptum heldur hefur fyrsta mynd hans „A single man“, sem frumsýnd var í New York fyrir skemmstu, hlotið góða dóma.
Leikaraliðið er ekki af verri endanum. Colin Firth leikur aðalhlutverkið sem sérvitur prófessor, Julianne Moore og Nicholas Hault fara svo með stór hlutverk.
Hinn tvítugi Nicholas á langan feril að baki þrátt fyrir ungan aldur en hann sló eftirminnilega í gegn í myndinni „About a boy“ þá aðeins 12 ára gamall, það verður spennandi að fylgjast með þessum myndarmanni í framtíðinni.
Fína og fræga fólk New York borgar mætti til frumsýningarinnar og var Julianne Moore sérstaklega glæsileg að vanda. Courtney Love er nær óþekkjanleg eftir óteljandi lýtaaðgerðir og Michael Stipe úr R.E.M hefði alveg mátt shæna sig til en hann var eins og göturóni til fara…
Sú sem hreppti titilinn fyrir ósmekklegasta klæðnað Emmy verðlaunana, hin fallega Padma Lakshmi mætti í enn einu hræðilega dressinu, sú þyrfti að fá sér stílista, spurning hvort Tom Ford hafi tíma fyrir hana 😉
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.