Nú er tími útihátíða að ganga í garð og þó við verðum aðallega að hugsa um að klæðast eftir veðri þá getum við alveg klætt okkur skemmtilega líka:
Gúmmístígvél við blómasamfesting, lopapeysu og hatt er kanski pínu kjánalegt en samt töff -sjáum bara hvernig aðal-tískuliðið klæðir sig á Glastonbury.
Flest eru þau í “vintage” fötum, sem er bara fínt orð yfir notuð föt og mikið er um “high-street” fatnað sem fæst í Topshop, Warehouse, Zöru og víðar.
Leyfum hugmyndafluginu að ráða og við getum öll verið flott klædd á næstu útihátíð með því einu að gramsa í fataskápnum og blanda saman praktískum og fínum fötum.
Fyrstu útitónleikar sumarsins eru á vegum Inspired by Iceland undir Eyjafjöllum.
Tónleikarnir hefjast í kvöld: Fimmtudaginn 1 júlí og þar verða frábærir tónlistarmenn svo ekki sé meira sagt… Damien Rice, Seabear, Lay Low, Amiina, Dikta, Glen Hansard, Hafdís Huld, Hilmar Örn Hilmarsson, Mammút, Parabólur, Páll á Húsafelli, Pondus og Steindór Andersen.. sjáumst þar!! Með regnhlífina 🙂
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.