SAMBÖND: Á lausu í endalausri leit? Gefðu honum séns!

SAMBÖND: Á lausu í endalausri leit? Gefðu honum séns!

83312311Nýlegar kannanir hafa sýnt að mun fleiri karlmenn heldur en konur eru einhleypir á Íslandi…

Spilar þá bæði inn í að karlmenn eru fleiri og að íslenskar konur virðast duglegri að fá sér erlenda maka.

Þrátt fyrir þennan mun þá heyri ég sjaldan einhleypa karlmenn kvarta yfir kvenmannsleysinu en aftur á móti er maður kominn með algjört ógeð af að hlusta á einhleypar konur kvarta yfir karlmannsleysinu.

Maður heyrir að það sé nú bara ómögulegt að finna sér almennilegan mann, það sé bara e-ð að þeim sem eru á lausu…

Er málið ekki bara að konur eru að gera of miklar kröfur?

Þær eru fyrirfram búnar að búa sér til mynd af þeim manni sem þær vilja eiga og gefa þeim ekki séns sem passar ekki við þessa mynd?

Íslenskar konur fara sífellt lengra í leit sinni að maka, þær kíkja á stefnumótasíður, fara á blind-date og það nýjasta að halda svokölluð single-partý.

Það gengur út á að einhleyp kona bíður bara einhleypum vinkonum sínum í partý og þær eiga allar að taka með sér einhleypan karlmanns vin sem þær hafa ekki áhuga á en halda að e-r af hinum konunum í partýinu vilji kanski.

Mér er spurn, er þetta ekki frekar niðurlægjandi fyrir karlmennina? Hvað myndum við segja ef þessu væri öfugt farið?

sb10063801b-001Og eitt verð ég að minna einhleypar konur á og það er að karlmenn eru einfaldir, það er mjög auðvelt að næla sér í mann með því að senda skýr skilaboð.

Konur eiga það til að flækja hlutina svo svakalega fyrir sér og missa af ágætis mönnum því þær eru að bíða eftir að þeir taki fyrsta skrefið eða þeir sýni e-r merki um áhuga o.sv.fr. v.

Einfaldast í stöðunni er að láta manninn sem þú hefur áhuga á vita beint út að þú hafir áhuga á honum og hvort hann vilji ekki kíkja með þér í kaffi eða e-ð, hann segir annað hvort já eða nei og þá er vandamálið úr sögunni.

Hræðsla við höfnun er óþarfi

Þessi sífellda hræðsla við höfnun er algjörlega óþörf, það verða allir fyrir höfnun og það er eðlilegt, maður á ekkert að taka því persónulega.

„Ég hef oft reynt að vera á lausu á síðustu 13 árum en aldrei tekist það því ég hef bara „óvart“ orðið ástfangin af einhverjum sem ég hef bara ætlað að deita smá… en ég gaf líka þessum mönnum séns, ákvað ekki fyrirfram að þessi passaði ekki við „glansmyndina“ mína af fullkomnum karlmanni og gerði mér heldur ekki fyrirfram vonir á fyrsta deiti um að þetta væri maðurinn fyrir mig, bara til að verða svo voða svekkt ef hann hringdi ekki aftur…“

Eina ráðið sem ég get gefið er að hætta að dæma menn áður en þið kynnist þeim, þið eruð ekki of merkilegar til að gefa ekki manni séns á 1-2 deitum áður en þið dæmið þá, þið gætuð verið að missa af ástinni.

Og gefið skýr skilaboð, sterkir karlmenn fíla konur sem eru sjálfstæðar og taka fyrsta skrefið.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest