Katrín Björk er ljósmyndari að mennt og býr í Kaupamannahöfn. Hún heldur úti dásamlega lífstíls- og matarblogginu, Modern Wifestyle.
Hér deilir hún með okkur girnilegri uppskrift sem virkilega fær bragðlaukana á fleygiferð. Þetta er einfaldur réttur sem kallar á gott rauðvínsglas með.
Rétturinn er ekki einungis bragðgóður heldur er hann einnig ansi fallegur á diski. Þetta er virkilega sniðug hugmynd til að bjóða fram sem eftirrétt eða sem dekur snakk , á góðu haustkvöldi. Fíkjur passa nefnilega vel við hvaða osta sem er.
INNIHALD
4 Fíkjur
2 msk. Hunang
2 tsk. Eplaedik
1 tsk. Olívuolía
Nokkrir stilkar ferskt rósmarín
Salt
AÐFERÐ
Bræddu hunang, edik og olíu saman í lítilli pönnu á vægum hita. Bættu rósmaríninu í og leyfðu að malla í svolitla stund.
Skerðu fíkjurnar í tvennt og legðu í sírópið á pönnunni (opna hliðin niður). Hækkaðu hitann örlítið og leyfðu fíkjunum og sírópinu að karamellast, ca. 2 mín.
Taktu fíkjurnar af pönnunni, settu á diska eða bakka með uppáhalds ostinum þínum og sáldraðu örlitlu sjávarsalti yfir og að lokum nokkrum dropum af karamellunni sem eftir er á pönnunni.
Hér eru fleiri spennandi uppskriftir eftir Katrínu Björk: Bókhveiti Vöfflur, Íslenskur Birkikokteill – Súkkulaði Pæ
Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum.
Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.
Mottó: Kýldu á það!