Þetta lúxuspúður frá Dior er eitt af topp átta að mati Harper’s Bazaar yfir bestu púðrin í dag.
Diorskin Nude Luminous Rose Loose Powder er litlaust og létt púður sem endurkastar ljósi og endurvekur þar af leiðandi þinn ljóma í húðinni.
Það er alveg tilvalið að nota púðrið yfir Nude bb kremið frá Dior, dúmpa því létt fyrir andlitið með fókus á T-svæðið.
Þessu er púðri er ekki ætlað að þekja (enda er það alveg litlaust) heldur er það lokaskrefið, punkturinn yfir i-ið, í að gera förðunina óaðfinnanlega.
Púðrið býr til svona “photo finish” lúkk vegna þess að það jafnar út húðlitinn og gefur náttúrulega og ferska áferð en náttúruleg förðun hefur verið sérstaklega vinsæl á sýningarpöllunum fyrir vor- og sumartískuna 2013.
Algjört pjattpúður sem fær toppeinkunn hjá mér. Gefur einstaka áferð og fallegan ljóma.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.