Það er komið að því gott fólk, loksins er kominn tími fyrir Tark buxurnar, Buffalo skóna og netabolina.
Það eru liðin þó nokkur ár síðan að haldið var almennilegt 90’s partý og plötusnúðar Lebowski Bar á Laugarvegi ætlar að rífa þakið af húsinu. Hiti og sviti mun klárlega ráða ríkjum í kvöld!
Hver man ekki eftir lögum eins og “wanna be” með kryddpíunum, “No Limit” með 2 Unlimited og “Can’t touch this” með frábæra MC Hammer?!
Það væri hægt að telja upp endalaust af lögum frá þessu tímabili, enda brilliant tími. Tískan var svakaleg á þessum árum og það ætti að vera eitthvað fyrir alla að velja sér 90’s múnderingu og brjóta aðeins upp á hversdagsleikann. Það er svo skemmtilegt að róta í gamla dótinu sínu og rifja upp skemmtilega tíma yngri ára svo þú og þínar eða þínir verðið að mæta í kvöld og taka næntís svima á dansgólfinu.
Sjáumst þar! Ég verð í búrinu…
Hér er ógeðslega fyndin 90’s frétt
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.