Eins og áður hefur komið fram þá er ég ekkert lítið veik fyrir næntís.
Eitt af því sem er einkennandi fyrir þetta tímabil eru þær breytingar sem urðu á tískunni vestanhafs. Þessi tími markaði upphaf þess sem hefur verið kallað anti-fashion sem í stuttu máli felur í sér uppreisn eða mótsögn við þá tísku sem er ríkjandi hverju sinni. Upp úr aldarmótum fór t.d. að bera meira á tattúum og líkamsgötun á fleiri stöðum en eyrnasneplum.
Á þessum tíma hófst sem sagt svolítið uppreinsartímabil kæruleysislega töffarans. Þarna fór casual chic stíllinn að verða vinsæll; stuttermabolir, gallabuxur, hettupeysur og strigaskór en ég er einmitt mjög sátt með hvernig þessi stíll hefur þróast í það sem hann er í dag (sjá hér á Pinterest).
Kate Moss átti stóran þátt í vinsældum casual chic stílsins en hún er í miklu uppáhaldi hjá mér ásamt Naomi Campbell.
Ég tíndi til myndir af þeim stöllum frá þessum tíma.
Óendanlega flottar!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.