Það er eitthvað svolítið sjarmearndi við þetta kreisí litagleðidæmi sem átti sér stað “in ðe eitís”. Þær voru ekkert að halda aftur af sér með augnskuggann því meira, því betra. Og það sama má segja um kinnalitinn. Bara á meða’ann og vel af ‘onum. Og allt einhvernveginn mjög áberandi. Augnskugginn upp að augabrúnum. Bara sami flati liturinn ef því var að skipta, eða þrír saman ef maður var í stuði fyrir það.
Svo hárið. Tótallí úfið og útum allt. Því meira túbering og hárlakk, því betra. Tuttugu tegundir af armböndum, sjö belti og blúndupils. Klikkað mikið skraut. Hver man ekki eftir Madonnu í Like a Virgin myndbandinu, eða Desperatly Seeking Susan. Sensational pía sem gerbreytti tískunni, nánast á einum sólarhring.
Strákar máluðu sig líka. Duran Duran strákarnir voru ekkert að spara sminkið og það sama má segja um Boy George sem var meira málaður en flestar stelpur. Hrikalega kúl. Í dag er hann reyndar frekar lost, en það er önnur saga. Menn sem kunna að mála sig svona fá ævilangan skammt af virðingu frá mér.
Svo er hér að lokum frekar sniðugt mynband þar sem frekar sniðug og hress stelpa kennir okkur að gera 80’s make up sem er eins og auglýsing fyrir litasjónvarp síðan 1980. Augnskuggarnir sem hún notar heita meðal annars Strumpur og Ninja Turtle… það er jú alveg 80’s!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.