Sumir vilja meina að Nutella sé ávanabindandi og eins og sannir fíklar gera, leita Nutella aðdáendur sífellt leiða til að innbyrða Nutella með nýjum hætti.
Þetta undursamlega súkkulaðihnetusmjör rekur ættir sínar til ítalíu en það var snillingurinn Pietro Ferrero sem bjó þessa dásemd til þegar drýgja þurfti súkkulaði í seinni heimstyrjöld.
Gaman er að geta þess að fimmti febrúar næstkomandi er alþjóðlegi Nutella dagurinn og þá er eins gott að vera klár í slaginn!
Hér eru 8 Nutella útfærslur sem þú þarft endilega að prófa þig áfram með.
1. Vetrarrós
Þessi er í raun hrikalega einföld og þú getur gert þína eigin útfærslu. Það eina sem þú þarft er bara pizza deig og krukka af Nutella. Svo er bara að byrja föndrið. Omm nomm nomm!
[youtube width=”625″ height=”525″]https://www.youtube.com/watch?v=PxaDxiqTiT0[/youtube]2. Bráðnaður ostur og Nutella
Sko, við myndum ekki gefa þessa uppskrift hérna ef hún kæmi ekki beint frá framleiðendum Nutella. Svo þú prófar bara. Láttu okkur svo vita hvernig þetta smakkast!
Aðferð:
- Smyrðu Nutella á eina brauðsneið, settu 2 stk ost yfir og svo hina sneiðina.
- Bræddu smjör á pönnu og steiktu samlokuna í um tvær mínútur á hverri síðu eða þar til osturinn er bráðnaður.
- Njóttu.
3. Rjómakenndir Nutella íspinnar
Hér blöndum við saman rjóma og Nutella. Eftir fjóra tíma í frysti þá ertu komin með þessa fínu leið til að innbyrða Nutella! En gaman! Þessir munu slá í gegn næsta sumar. Spurning um að bæta Baileys út í?
4. Játaðu ást þína með Nutella
Hvað gera menn sem eiga erfitt með að tjá þessar allra heitustu tilfinningar? Jú…
5. Nutella með beikoni.
Já, þetta hljómar auðvitað algjörlega kreisí en Nutella með beikoni er snilldarblanda sem bar sigur úr býtum á alþjóðlega Nutella deginum í fyrra. Þú þarft:
8 þykkar sneiðar af beikoni.
1 matskeið sykur
1 tsk. chiliflögur
1 tsk. grófur nýmalaður pipar
Nutella
AÐFERÐ:
Beikonið þarf að vera sirka 3-4 mm þykkt. Blandaðu kryddinu saman í skál og settu beikonið í ofn á 200 gráðum í 6-8 mínútur. Snúðu beikoninu og kryddaðu það og láttu liggja áfram í aðrar 6-8 mínútur. Það á að vera pínu brakandi en ekki hrikalega.
Þerraðu beikonið með eldhúsbréfi og láttu það svo kólna í smá tíma í ísskápnum. Svo er að smyrja það með Nutella og aftur inn í ísskáp þar til Nutellað er orðið pínu hart . Mögulega er bara gott að setja þetta inn í frysti. Berðu fram með góðum bjór.
Skál! — og lifi flippið!
6. Nutella-pizza
Hvaða krakkar myndu ekki skrækja af gleði yfir þessari?! Hún á eiginlega skilið sína eigin færslu.
[youtube width=”625″ height=”525″]https://www.youtube.com/watch?v=7nkX86e2l5E[/youtube]7. EKKI gera þetta með Nutella
Furious Pete er frekar ruglaður. Við mælum alls ekki með þessu…
8. Og að lokum… ef allt er að verða búið þá bara fyllirðu Nutella glasið af mjólk, hristir og setur í örbylgjuna í smá stund. Hellir svo í glas og mmmm….
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.