Nýleg könnun hefur leitt í ljós þær óvæntu niðurstöður að 75% kvenna kjósa karla með bumbu og ‘björgunarhring’ fram yfir menn með sixpakk.
Og enn merkilegra má teljast að um 96% þeirra kvenna sem tóku þátt álykta að menn með bumbu hafi betri persónuleika en þeir sem eru allir ‘helköttaðir’ ef svo má að orði komast.
91% kvennanna sögðust líka halda að þeir með bumbuna væru talsvert skemmtilegri sem makar því hinir eyddu allt of miklum tíma í líkamsrækt og væru með mataræðið á heilanum svo það væri ekki eins skemmtilegt að eiga þá fyrir menn.
80% kvenna töldu að menn með sixpakk væru ekki líklegir til að geta slappað vel af og skemmta sér, þeir væru með of mikla þráhyggju fyrir eigin útliti.
Og hver skyldi ástæðan fyrir þessu vera? Mögulega sú að 74% kvennana töldu jafnframt að maður með fullkominn líkama myndi gera þær sjálfar of meðvitaðar um eigin vöxt og það fannst þeim væntanlega ekki skemmtilegt.
82% þeirra kvenna sem tóku þátt í könnuninni sögðust aldrei hafa reynt að hafa áhrif á mataræði manna sinna eða hvatt þá til að koma sér í betra form.
[poll id=”66″]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.