Ameríska parið Jim Bob og Michelle Duggar hafa verið saman í 30 ár og eiga alls 19 börn!
Já geri aðrir betur. Og ekki nóg með að hafa verið saman í heila þrjá áratugi og eiga öll þessi börn, parið er enn mjög ástfangið og hrifið af hvort öðru .
En hvað gerir þetta fólk til að halda glóðinni gangandi? Jú, sitt lítið af hverju. Til dæmis stunda þau alltaf kynlíf, þrátt fyrir að vera þreytt og slaka alltaf á fullkomnunaráráttunni.
Hér koma þeirra 7 kynlífs heilræði…
1. Segðu já við kynlífi, líka þegar þú ert þreytt.
Þetta á nú eflaust eftir að stuða margar en Michelle Duggar segir að þetta ráð hafi þó reynst henni eitt það besta sem henni var gefið þegar hún gekk í það heilaga árið 1984.
“Hjónaband getur verið þreyandi og foreldrahlutverkið getur verið þreytandi. Maðurinn þinn kemur heim eftir erfiðan vinnudag, þið komið krökkunum í bólin, – og hann hlakkar til að fara með þér upp í að gera eitthvað skemmtilegt. VERTU TIL er karlinn kallar á þig. Það geta allir hjálpað honum að velja sér föt en það er bara ein manneskja sem mætir þörf hans fyrir líkamlega ást og þú þarft að vera til þegar hann gerir sig líklegan.”
(Þetta hljómar kannski ekkert allt of vel, hvað með þarfir konunnar? Á hún að gera lítið úr þeim? Það er spurning en hvað ef hann kemur alltaf fram við þig eins og drottningu?)
2. Hvíldu það samt inn á milli
Jim Bob leitar ekki í kynlíf með konunni þegar hún er á blæðingum, þá fær hún sjö daga frí og auðvitað líka í góðan tíma eftir að hvert barn er fætt í heiminn (þetta gerir nítján skipti). Michelle er sátt við þetta fyrirkomulag og segist alltaf hlakka til að stunda kynlíf eftir pásuna sem hún tekur þegar hún er á blæðingum.
3. Komdu fram við konuna þína eins og drottningu
Jim Bob segir að lykillinn að góðu sambandi sé sá að maðurinn komi fram við konu sína eins og hún væri drottning, “Eiginmaðurinn á að heiðra konu sína og koma fram við hana eins og hún sé drottning.” Þau finna líka leiðir til að skapa tengsl með því að senda smáskilaboð þar sem þau bara segjast elska hvort annað eða kalla hvort annað sætum nöfnum.
4. Þögla týpan er algjörlega ofmetin
“Hann deilir öllu með mér. Hjartans málum, erfiðleikum, ótta og draumum,” segir Michelle. “Margir menn gera þetta ekki. Þeir halda öllu fyrir sjálfa sig og hafa konurnar ekki með í mörgu en auðmýktin skiptir okkur miklu máli. Það að hann skuli sýna auðmýkt fyrir framan mig gerir hann svo mikið stærri í mínum augum. Með öðrum orðum: Ekki halda öllu inni, konur vilja hjálpa og vera til staðar fyrir sína menn þegar þeir eiga erfitt en það er auðvitað ekki hægt þegar það er lokað á okkur.”
5. Fullkomnunaráráttan gerir út af við rómantíkina
Jim Bob og Michelle gera engar kröfur um að hitt eigi að vera fullkomið og þau eru aldrei sparsöm á hrós í garð hvors annars. “Væntingar gera út af við sambönd af því þú uppskerð aðeins vonbrigði ef þú býst við of miklu af maka þínum. Leyfðu makanum að vera til og ekki gera of miklar kröfur, þá líður ykkur báðum betur.”
6. Búðu til tíma fyrir stefnumót
Duggar hjónin fara saman út á hverju laugardagskvöldi án barnanna. Yfirleitt fara þau bara og fá sér ís en bæði hlakkar mikið til. Jim Bob segist alltaf hlakka mikið til þessara ferða og segir þær mjög dýrmætar.
7. Aldrei hætta að læra
Síðasta ráð Duggar hjónanna er mjög mikilvægt en þau segjast alltaf opin fyrir því að læra hvernig hægt sé að halda hjónabandinu góðu og hvernig þau fari að því að vera góðir makar hvort öðru. Þau spurðu gömul Amish hjón sem hafa verið gift í um 50 ár hvað þau gerðu til að halda glóð sinni á lífi. Svarið var á þá leið að tvær setningar skiptu mjög miklu máli: ‘Ég hafði rangt fyrir mér’ og ‘Viltu fyrirgefa mér’.
Ætli kynlíf flestra hjóna yrði ekki einmitt betra ef báðir aðilar leggja sig alltaf sérstaklega fram um að skapa hamingju í sambandinu og koma fram við hvort annað af virðingu og vinsemd? Það má reikna með því.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.