Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að meirihluti okkar þolir ekki passamyndina sína í vegabréfinu.
Nýlega fór ég og sótti um nýtt vegabréf og ætlaði sko ekki að láta taka af mér lélega passamynd því einhverra hluta vegna vilja ferðafélagarnir alltaf fá að sjá passamyndina- hvað á það að þýða?
Daginn áður leitaði ég mér upplýsinga á netinu og komst að ýmsu gagnlegu sem hægt er að nýta sér fyrir passamyndatöku.
- Munstraður klæðnaður er algjört no no.
- Litir eru í lagi svo lengi sem þeir passa við þitt litarhaft.
- Hvítt er sniðugt vegna þess að hvítt lýsir upp andlitið, jafnar út húðlitinn og dregur augað frá misfellum ef einhverjar eru.
- Klassískur fatnaður er bestur, ekki mæta í nýjustu tísku. Tískan, eins og við vitum, breytist hratt og mun ekki endast lengur en vegabréfið þitt.
- Ekki vera í flegnu.
- Reyndu að brosa látlaust eða þannig að þú brosir með augunum og sýnir smá tennur en ekki allan tanngarðinn eins og hann leggur sig.
- Farði? Ég fann þetta æðislega myndband með Michelle Phan make-up snillingi þar sem hún fer yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir myndatöku sem þessa og hvernig förðun ætti að henta best.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.