Er þreyta að gera útaf við þig rétt eftir máltíðir? Ertu útblásin/n eftir mat og kannski með erfiðan og þrálátan höfuðverk.
Áttu erfitt með að losna við aukakílóin, sama hve holt þú borðar og hreyfir þig mikið? Ef þú svarar einhverju af þessu játandi þá gæti verið að þú sért með ógreint mataróþol eða jafnvel ofnæmi.
Þetta efni stendur mér pínu nærri því fyrir um fjórum árum greindi ég sjálfa mig með glúten óþol. Mig var búið að gruna lengi að ég væri með einhversskonar óþol og tala við lækninn minn um það en ég trúði lengi að þetta væri bara mjólkuróþol. Ég hafði aldrei heyrt um prótínið glúten fyrr en ég fór á fyrirlestur og námskeið þar sem ég lærði um falin óþol og prófaði mig smám saman áfram. Til að gera langa sögu stutta þá fékk ég loksins svörin sem ég hafði verið að leita að lengi.
Lífstílstengdir sjúkdómar eru ekkert leyndarmál og falin óþol og ofnæmi eru stór partur af því vandamáli. Svo ef þið grunar að þú gætir verið með einhversskonar óþol/ofnæmi ættir þú að þekkja einhver af þessum ummerkjum:
Þau algengustu eru:
- Magaverkir eftir máltíðir
- Þemba
- Niðurgangur
- Þreyta
- Höfuðverkur/mígreni
- Ógleði
- Verkir í vöðvum eftir máltíðir
Ég hef lesið að um 65% fullorðins fólks í heiminum sé með mjólkuróþol og 5-10% þjást af glúten óþoli/ofnæmi. En ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Fleiri ummerki um mataróþol eru meðal annars…
- Exem
- Ennis og kinnholubólga
- Vefja- og vöðvagigt
- Bakflæði
- Harðlífi
- Hármissir
- Vítamín- og steinefnaskortur
- Uppköst
- Tann- og gómvandamál
- Sykursýki
- Þunglyndi, kvíði
- Beinþynning
Ef þú ert ennþá að lesa þá tel ég líklegt að þú þekkir einhver af þessum ummerkjum og vilt gera eitthvað í því! Þá er bara að taka málin í sínar hendur.
- Byrjaðu að hugsa og velja vel hvað þú setur ofan í þig. Hlustaðu á líkamann og hvernig hann bregst við eftir hverja máltíð. Haltu matardagbók ef það hjálpar.
- Notaðu internetið! Lestu þér til um það sem þú heldur að gæti verið að valda þér vandamálum en veldu traustar síður, sem skrifaðar eru af læknum eða sérfærðingum.
- Veldu eitt viðfangsefni til að taka úr mataræðinu í einhvern tíma. Séu það mjólkurvörur, glúten, egg, hnetur, fiskur eða eitthvað annað.
- Ráðfærðu þig við lækninn þinn! Hann getur hjálpað þér að finna úr einhverjum ofnæmum eða ráðlagt þér í að finna út úr óþoli.
- Treystu þínu eigin innsæi! Og ekki láta annara manna álit eða skoðanir hafa áhrif á þína heilsu!
Ef þú hefur einhverjar spurningar þá endilega sendu mér línu á Facebook.
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.