6 uppáhalds snyrtivörur ungfrú Ísland 2015 – Arna Ýr opnar snyrtibudduna sína

6 uppáhalds snyrtivörur ungfrú Ísland 2015 – Arna Ýr opnar snyrtibudduna sína

H2-150909217Arna Ýr Jónsdóttir er tvítug Kópavogsmær sem kom sá og sigraði Ungfrú Ísland 2015 sem fram fór í Hörpunni síðastliðinn laugardag.

Helstu áhugamál Örnu eru frjálsar íþróttir og þá aðallega stangarstökk en Arna er einnig listræn og þykir ekkert betra en að mála ein í rólegheitunum heima hjá sér.

Í haust mun Arna vinna hjá Bláa Lóninu sem þjónn á veitingastaðnum Lava, ásamt því að undirbúa sig fyrir Miss World keppnina sem verður haldin í Kína þann 19. desember næstkomandi.

ungfruisland

Ég fékk að forvitnast aðeins um hvað leynist í snyrtibuddunni hjá þessari nýbökuðu fegurðardrottningu:

1.

Hvaða förðunar/snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér í augnablikinu? Naked augnskuggapallettan mín frá Urban Decay er í miklu uppáhaldi þessa stundina, ég nota hana nánast daglega.

naked

2.

Hvert er uppáhalds meikið ? Uppáhalds meikið mitt er frá MAC og heitir Face and body. Það er rosalega létt og hentar vel fyrir dagförðun.

tumblr_lortwmsTQr1qh70jmo1_250

3.

Hvaða vörur notar þú til að hreinsa húðina? Ég nota Facial gel cleanser frá Laugar Spa – Algjör snilld!
FACE_facial_gel_cleanser (1)
4.

Hvað krem þykir þér best? Day & Night cream frá Laugar Spa. Ég bara fæ ekki nóg af því!

FACE_day_and_night

5.

Áttu þér uppáhalds merki? Nei eiginlega ekki. Ég nota bara það sem er mælt með við mig en annars er slatti af því sem ég á frá MAC.11947509_10206597276085016_7972224892385130539_n

6.

Hvers konar förðun ertu hrifnust af? Mjög léttri og náttúrulegri förðun. Smá skyggingu í glóbus línuna og kannski nokkur stök augnhár ef ég hef tíma. Ég set yfirleitt alltaf gulllitaðan augnskugga undir augun, það dregur fram bláa litinn í augunum mínum.

Ég vil þakka Örnu Ýr kærlega fyrir spjallið og óska henni góðs gengis í Miss World 2015!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest