Arna Ýr Jónsdóttir er tvítug Kópavogsmær sem kom sá og sigraði Ungfrú Ísland 2015 sem fram fór í Hörpunni síðastliðinn laugardag.
Helstu áhugamál Örnu eru frjálsar íþróttir og þá aðallega stangarstökk en Arna er einnig listræn og þykir ekkert betra en að mála ein í rólegheitunum heima hjá sér.
Í haust mun Arna vinna hjá Bláa Lóninu sem þjónn á veitingastaðnum Lava, ásamt því að undirbúa sig fyrir Miss World keppnina sem verður haldin í Kína þann 19. desember næstkomandi.
Ég fékk að forvitnast aðeins um hvað leynist í snyrtibuddunni hjá þessari nýbökuðu fegurðardrottningu:
1.
Hvaða förðunar/snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér í augnablikinu? Naked augnskuggapallettan mín frá Urban Decay er í miklu uppáhaldi þessa stundina, ég nota hana nánast daglega.
2.
Hvert er uppáhalds meikið ? Uppáhalds meikið mitt er frá MAC og heitir Face and body. Það er rosalega létt og hentar vel fyrir dagförðun.
3.
Hvaða vörur notar þú til að hreinsa húðina? Ég nota Facial gel cleanser frá Laugar Spa – Algjör snilld!
4.
Hvað krem þykir þér best? Day & Night cream frá Laugar Spa. Ég bara fæ ekki nóg af því!
5.
Áttu þér uppáhalds merki? Nei eiginlega ekki. Ég nota bara það sem er mælt með við mig en annars er slatti af því sem ég á frá MAC.
6.
Hvers konar förðun ertu hrifnust af? Mjög léttri og náttúrulegri förðun. Smá skyggingu í glóbus línuna og kannski nokkur stök augnhár ef ég hef tíma. Ég set yfirleitt alltaf gulllitaðan augnskugga undir augun, það dregur fram bláa litinn í augunum mínum.
Ég vil þakka Örnu Ýr kærlega fyrir spjallið og óska henni góðs gengis í Miss World 2015!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com