Það hefur komið fyrir flesta sem drekka áfengi að drekka of mikið af því.
…enda eru þetta göróttir drykkir sem fá marga til að tala of hátt eða mikið og stundum fer þetta aðeins úr böndunum með tilheyrandi timburmönnum næsta dag. En auðvitað ættu allir að geta hagað neyslunni með þeim hætti að hvorki mannorði né starfsfama sé ógnað. Prófaðu að fylgja þessum ráðum næst þegar þú ferð út að skemmta þér.
Ekki vera ‘keppnis’
Ekki reyna að drekka strákana undir borðið. Staðreyndin er sú að konur hafa mun meiri fitu í líkamanum sem gerir það að verkum að við verðum drukknar mikið hraðar en flestir karlmenn.
Settu mörkin fyrirfram
Taktu ákvörðun um hvað þú ætlar að drekka mörg glös áður en þú byrjar að drekka. Best er að halda sig við tvö glös, hámark þrjú, og þá gildir einu hvort þú ert að drekka vín, bjór eða eitthvað sterkara. Með því að gera þetta svona ertu ekki að taka ákvörðunina eftir að dómgreindin er orðin sljó.
Drekktu glæra vökva
Það skiptir máli hvaða tegund við drekkum ef við viljum forðast timburmennina ógurlegu. Efnasamböndin í glæru áfengi kalla síður á þynnku en t.d. whiskey, cognac og tequila eru líklegri til að framkalla þynnku en t.d. ljóst romm, vodka og gin. Drykkir sem innihalda koltvísýring, eins og freyði og kampavín og kokteilar sem innihalda ávexti gera okkur líka drukknar mun hraðar þar sem þetta berst hraðar í blóðrásina.
Vertu dugleg að borða
Þetta er ekki þjóðsaga – það er mikið verra að drekka á tóman maga en saddan og því meira sem þú nartar því betur mun þér líða næsta dag.
Best er að fá sér ferskan aspas því efnasambandið í honum virkar þannig að áfengið brotnar hraðar niður í líkamanum þínum. Þannig væri t.d. frábært að bera fram geitaost og aspas með góðu hvítvíni. Allir kátir næsta dag.
Drekktu óáfengt með
Í stað þess að drekka bara áfengi þegar þú ferð út að skemmta þér skaltu passa að fá þér aðra drykki inn á milli. Vatn er í raun besti drykkurinn og með hverju glasi af áfengi sem þú drekkur ættirðu að drekka að minnsta kosti eitt glas af vatni á móti. Bæði hægir þetta á áfengisinntöku og kemur í veg fyrir að þú verðir of drukkin of fljótt.
Haltu áfram að þamba vatn næsta dag
Ef þú drekkur of mikið er það töfrum líkast að þamba vatnsglas næsta dag. Og svo annað. Og svo annað. Helst áttu að drekka eins mikið af vatni og þú getur því ekkert hreinsar áfengið úr líkamanum á jafn skilvirkan hátt og vatnið.
Gangi þér vel!
…og ef ekki… nú þá má alltaf taka upp símann og hringja í AA samtökin.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.