Nú er vetrartískan byrjuð að birtast í tímaritum en þessar fallegu myndir úr Vogue Nippon sýna fyrirsætur í kvenlegum fatnaði frá ýmsum þekktum fatahönnuðum.
Fatnaðurinn, skartið, skórnir, stíliseringinn og heita litasamsetningin í myndatökunni er ótrúlega smart og kvenleg.
Kvenleiki og fatastíllinn frá 1950 er klárlega málið í dag. Þá er ekkert annað að gera en að rífa fram tjullpilsin, kveikja á kvenleikanum, setja á sig fallegan varalit, klæða sig í háu hælana og drífa sig út.
Smelltu til stækka þessar flottu myndir:
myndir fengnar að láni úr: VOGUE NIPPON október 2010
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.