Allt sem við gerum brennur hitaeiningum – anda, sofa, standa og allt það sem þú framkvæmir. En hvað þarf til að brenna 100 hitaeiningum ?
Þú verður hissa hvað þarf lítið og eins hve mikið þarf til að ná því marki. Til að einfalda hlutina þá er gaman að skoða þennan lista með mismunandi leiðum. Allt frá æfingum og í daglegar athafnir. Er eitthvað sem kemur þér á óvart? 😊
Við verðum að hafa í huga að allt fer þetta eftir því hve mikið við vinnum að hámarkshjartslætti okkar.
Hreyfing á 60-80% af hámarkshjartslætti gefur góðan árangur en öll hreyfing hefur bætt áhrif á heilsuna og þú brennir extra hitaeiningum.
Það að leggja bílnum lengra frá er að vera meðvitaður um að ná aukahreyfingu. Því minna sem við sitjum því betra!!
Allt þetta brennir 100 hitaeiningum á eftirfarandi löngum tíma:
Margskonar hreyfing
Þægilegur hjólatúr: 23 mín
Þolfimileikfimi: 15 mín
Skíðavél: 8 mín
Sippa á meðalhraða: 9 mín
Lyfta lóðum í tíma: 15 mín
Pilates: 24 mín
Róðravél: 13 mín
Hlaupa upp stiga: 6 mín
Hlaupa (30-35 mín með 5 km): 9 mín
Synda á meðalhraða: 15 mín á meðalhraða
Ganga stiga: 11 mín
Ganga (60-70 mín með 5 km): 20 min
Vatnsleikfimi: 23 mín
Jóga: 20 mín
Zumba dans: 11 mín
Íþróttir
Körfuskot: 20 mín
Keila: 30 mín
Dansa í kringum heima hjá sér: 20 mín
Pílukast: 35 mín
Golf (ganga með pokann): 15 mín
Skautar á meðalhraða: 18 mín
Minigolf: 30 mín
Frisbí leikur: 30 mín
Spila fótbolta á meðalhraða: 13 mín
Skíða niður brekkur: 10 mín
Skotbolti: 18 mín
Tennis: 20 mín
Ýmis heimavinna
Þvo bílinn: 20 mín
Moka snjó: 15 mín
Halda á smábarni: 24 mín
Þrífa og ryksuga: 22 mín
Elda: 34 mín
Vaska upp: 40 mín
Moppa gólf: 20 mín
Leika við börnin: 23 mín
Færa til húsgögn: 14 mín
Kaupa inn: 38 mín
Ganga úti með hundinn: 26 mín
Nú er bara að leggja það alveg fast á minnið að þú ein ert ábyrg fyrir heilsunni þinni og þú ein getur viðhaldið henni. Því meira sem þú hreyfir þig, því betra 💙
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.