Vinkona mín áttu afmæli í dag þannig ég ákvað að baka köku fyrir hana til að koma með í skólann. Ég bakaði eina af mínum uppáhalds kökum, hún er svo góð!
Mér finnst líka passlega mikið súkkulaði bragð af henni. Hún er ekki holl, en svo þess virði á nammidegi.
Uppskriftin er mjög einföld:
200gr smjör
200gr suðusúkkulaði
3 dl sykur
4 egg
100 gr saxaðar möndlur (ekki með hýði)
1 dl hveiti
1. Þeyttu saman egg og sykur
2. Settu vatn í pott, skál ofaní, og ofan í skálina fer smjör og suðusúkkulaði og það er látið bráðna saman.
3. Bættu við hveiti og möndlum í eggjahræruna og hrært
4. Brætt smjör og súkkulaði sett i í eggjahræruna og hrært
5. Skipta á milli i tvö form
Bakað í c.a. 40 mín við 150 gráður Celsius, með blæstri.
Kakan er svo skreytt með því að strá flórsykri ofan á. Svo er hægt að setja ávexti ef maður vill. Mér finnst langbest að setja nóg af bláberjum og jarðaberjum.