Við nutum þess nýverið nokkrar Pjattrófur; Ég sjálf, Þórunn Antonína, Marín Manda og Anna Kristín, að vera boðið í kvöldverð á veitingastaðinn Haust
… sem er að finna í Þórunnartúni, nánar tiltekið í nýja Fosshótelinu sem stendur svo tignarlega aftan við Höfðatorg.
Þetta var geggjað kvöld í alla staði og af 100% einlægni langar okkur allar (ég mæli fyrir þeirra hönd) að mæla með HAUST RESTAURANT. Maturinn var ferskur og frumlegur án þess að vera tilgerðarlegur. Ótrúlega góður, hver rétturinn á fætur öðrum sló alveg í gegn, bæði bragð, útfærsla, útlit og áferð. Þetta var beiskklí bara draumur. 🌤
Hver er uppskeran?
Stjörnukokkurinn elskulegi hann Jónas Oddur, sem áður hefur starfað á m.a. VOX og Hannesarholti, byggir matseðilinn á árstíðinni sem er í gangi hverju sinni en í þetta sinn var vor hjá okkur á Haust. Með öðrum orðum, hann spilar matseðil út frá því hvað er í uppskeru hverju sinni, hver stemmningin er, hvað bóndinn var að draga úr jörðu.
Eðlilega er mesta uppskeran þó alltaf á haustin svo nafnið á sérlega vel við… og ég hlakka til að sjá hvað Jónas býður upp á í september, október… eða þegar haustuppskeran er klár 🍁
Tom Dixon í loftinu og notalegir básar með leðursætum
Nafnið Haust er á vissan hátt einnig tengt litum og fegurð íslenska haustsins þar sem öll hönnun, áferð og litaval staðarins minnir á haustið og gefur þannig meiriháttar kósý og notalega tilfinningu. Tom Dixon ljós í loftinu og notalegir básar með leðursætum. Hugsaðu: Haustlitaferð á Þingvelli… Já takk.
Sjö rétta himnasæla!
Við stelpurnar prófuðum sjö rétta ævintýra máltíð þar sem hver rétturinn var öðrum betri, við nánast endurfæddumst allar á þessum frábæra veitingastað og vorum hjartanlega sammála um að upplifunin á þessum nýja veitingastað hefði verið frábær.
Þjónustan var jafnframt óaðfinnanleg en eins og flestir vita er topp þjónusta alls ekki algeng hér á landi og gefur því Haust enn meira vægi í okkar huga.
Við smökkuðum fjölbreytta rétti, fisk, kjöt og grænmetisrétti og í eftirmat fengum við ævintýralega góða osta með sérstöku og þar til gerðu brauði. Vínið sem var látið fylgja réttunum passaði upp á tíu í hvert sinn en þau hjá Haust flytja meira að segja inn sín eigin vín svo þau fari sem best með matnum. Þetta kallar maður metnað!
Merkilegastur fannst okkur þó Black Lick hvítlaukurinn sem Jónas lætur gerjast hálfa mannsævi þar til hann nær einhverju ástandi sem sendir bragðlaukana til himnaríkis og aftur heim. Þó ekki sé nema bara fyrir þetta “Black lick” ævintýri þá máttu til með að heimsæja Haust og bjóða bóndanum með þér. Lestu hér meira um Jónas og Black Lick á Vísi.is
Undirrituð og hinar rófurnar mælum heilshugar með veitingastaðnum Haust í Þórunnartúni, alveg til fyrirmyndar; Frábær upplifun! Undursamlegur matur! Æðisleg þjónusta! Allt alveg topp næs 👌🏼
[usr 5]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.