Nú þegar jólin hafa gengið í garð eru eflaust margir sem þrá að komast aftur í rútínu eftir gott frí.
Ég tilheyri þessum hópi og langar mig því að deila með ykkur fimm ráðum sem mér finnst alltaf virka vel til að koma heilsunni og húðinni í lag sem fyrst.
- Drekktu nægan vökva. Venjulegt vatn, sítrónuvatn, klakavatn eða grænt te.
- Hreinsaðu húðina vel og skrúbbaðu. Notaðu svo rakamaska, kókosolíu og rakakrem. Taktu dag þar sem þú setur engann farða á andlitið og settu rakakrem á þig reglulega yfir daginn.
- Farðu á æfingu, svitnaðu vel og náðu ”sukkinu” út.
- Komdu svefninum í rútínu. Vaknaðu fyrr.
- Borðaðu næringaríkan og hollan mat og frekar minna en meira. Meltingafærin þurfa bæði góða næringu og hvíld.
Hefurðu gaman af pistlunum okkar á Pjatt.is? Finndu okkur á Facebook, hakaðu við Like puttann og smelltu á “Get Notifications” – Þá missirðu ekki af neinu 😉
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com