Þá er mesta djamm og útileguhelgi landans runninn upp og flest eigum við eftir að hoppa í bílana og bruna í annað bæjarfélag eða út í náttúruna síðar í dag, ef við erum ekki þegar lögð af stað.
Það er sitt lítið af hverju sem vissulega er ómissandi í útlegð um verslunarmannahelgi en Pjattrófurnar mæla með því að þú hafir eftirfarandi með í farteskinu.
ÓMISSANDI FYRIR PJATTRÓFUR Á FERÐALAGI
1.
Blautklútar, baby wipes og make up wipes: Blautklútana notar þú til að þvo þér um hendurnar og annarsstaðar… og auðvitað á að þrífa af sér farðann þó maður sé úti á landi 😉
2.
Sólgleraugu: Ef þú átt ekki þegar einhver góð og þægileg sólgleraugu sem gera ekki far á nefið skaltu verða þér úti um þau og nota óspart. Sumar halda því fram að gribbuhrukkan milli augnanna komi af því fólk gleymi að nota sólgleraugun. Meikar sens. Svo eru þau góð í þynnku, þó það sé engin sól.
3.
Hollt nesti: Það er svo lítið hægt að fá af viti í vegasjoppunum svo þú skalt taka með þér hnetustangir, próteinstangir, epli og banana, harðfisk, dökkt súkkulaði, möndlur, ávaxtadrykki og annað gott sem geymist vel en gefur góða orku og næringu.
4.
Sjampó, body lotion og annað í mini umbúðum: Alltaf að geyma svona litla brúsa af hótelum og nota svo í ferðlögum síðar. Þú fyllir bara á brúsann og hefur allt í einni lítilli buddu.
5.
Dagkrem með sólarvörn, hyljara, maskara og sólarpúður: Þú þarft ekki aðrar snyrtivörur þessa helgi. Það er bara vesen að drösla þessu öllu með sér fyrir utan það hvað það er mikið vesen að mála sig inni í tjaldi eða fyrir utan það. Jú, hafðu varasalva í vasanum… kannski áttu eftir að lenda í slei….
Góða ferð, góða skemmtun og munum að fara varlega í umferðinni og með vínið!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.