Mig langar til að deila með þér frábærri uppskrift til að losna við varaþurrk.
Það eina sem þú þarft er: Þvottapoki, hunang, eyrnapinnar, vaseline og varasalvi.
Varirnar mínar eru búnar að vera þurrar upp á síðkastið út af kuldanum úti, en þessi rútína hefur hjálpað mér mér mjög mikið til þess að halda vörunum mjúkum og fínum. Best er að gera þessa rútínu áður en þú ferð að sofa til þess að leyfa efnunum vinna á vörunum yfir nóttina. Hér fyrir neðan sérðu hvernig þetta er gert:
1. Byrjaðu á að skrúbba varirnar þínar með volgum þvottapoka, til að ná í burtu dauðum húðfrumum
2. Dýfðu eyrnapinna í hunang og berðu það á varirnar
3. Dúmpaðu því næst vaseline á varirnar (yfir hunangið)
4. Sofðu með þetta á yfir nótt
5. Berðu Nivea Lip butter varasalvann á varirnar næsta morgun (keypti þennan í krónunni, þetta er einn besti varasalvi sem ég hef prófað þó hann sé ódýr. Hann situr ekki bara á vörunum heldur fer “inn í” varinar).
Hvet þig til að prófa þetta! Þetta virkar að minnsta kosti!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com