Sennilega geta margir tekið undir þessi orð og fæstir eru líklega að fullu sáttir við allar þær myndir sem hafa verið teknar af þeim.
Tískusérfræðingurinn Geneviève Antoine Dariaux, sem stýrði m.a. Nina Ricci tískuhúsinu í París, skrifaði bókina Elegance snemma á sjöunda áratugnum.
Þar er að finna margþættan og vandaðan fróðleik um hvernig konur geta öðlast glæsileika og laðað fram fegurð sína.
Eitt af þeim fjölmörgu ráðum sem hún gefur lýtur að ljósmyndun.
Hún segist ekki þekkja eina einustu konu sem hefur nokkurn tíma þótt hún koma vel út á ljósmynd sem áhugamaður hefur tekið af henni.
Ástæðuna segir hún oftast vera þá að konan hafi verið að reyna að gera ljósmyndaranum til geðs og vera ekki til vandræða í stað þess að leggja sig fram við að stilla sér upp eins og atvinnufyrirsæta.
Það er betra að virðast svolítið asnalegur fyrir framan örfáar hræður þegar verið er að mynda mann, heldur en fyrir framan þúsundir lesenda daginn eftir.
Það eiga kannski ekki allir jafnauðvelt með að haga sér eins og ljósmyndafyrirsæta, en Dariaux gefur nokkur einföld ráð samanber eftirfarandi:
1. Falleg staða
Stattu bein og aðeins útskeif og láttu annan fótinn vera örlítið fyrir framan hinn. Snúðu aðeins á ská, þannig að myndavélin fái þrjá-fjórðu sýn á þig.
2. Brostu
Þú skalt alltaf brosa til myndasmiðsins nema þú sért mjög ung, annars er hætta á að línurnar í kringum munninn láti þig virðast ógeðfellda eða þreytulega.
3. Neðan og upp
Það er mun betra að mynda þig neðan frá og upp heldur en ofan frá, því að það sjónarhorn lætur þig virðast styttri og breiðari.
4. Sýndu ákveðni við fjölmiðlafólk
Ef verið er að mynda þig fyrir dagblað, vefmiðiðl eða í öðru samhengi þar sem myndin gæti birst opinberlega skaltu ekki hika við að biðja um að sú mynd sem verður birt af þér sýni betri hliðarsvipinn þinn.
5. Stilltu þér upp
Ástæðan fyrir því að kvikmyndastjörnur myndast oftast vel er sú að þær eru búnar að æfa rétta svipinn og gæta þess vel að halda honum þegar myndavél er brugðið á loft. Hafðu þetta hugfast þó að þér finnist þú kannski svolítið kjánaleg með því að stilla þér sérstaklega upp fyrir myndavélina.
Það er betra að virðast svolítið asnalegur fyrir framan örfáar hræður þegar verið er að mynda mann, heldur en fyrir framan þúsundir dagblaðalesenda daginn eftir.
Nú er um að gera að æfa sig!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.