Árið 2012 kemur með ný og spennandi trend; út með það gamla, inn með það nýja. Þó getur maður alltaf nýtt eldri flíkur og eitthvað af því sem var í gangi á síðasta ári heldur áfram.
Víðar buxur
Buxur úr þykku efni og gallabuxur eru ekki þægilegar í hitanum og þar af leiðandi er sniðugt að skipta þeim út fyrir víðu buxurnar frá síðasta ári þegar tekur að vora. Það er líka um að gera að hafa þær í fallegum litum þar sem að vorið og sumarið býður uppá litagleði! Skiptu líka út stígvélunum fyrir háhælaða sandala.
Klassíski “tuxedo” jakkinn
Gengur við allt og mikið notagildi í honum sama hvaða ár það er svo ekki losa þig við hann. Það er aldrei hægt að eiga of mikið af flottum jökkum. Eins og ég talaði um í þessari færslu kom smókinglúkkið sterkt inn á síðasta ári.
Leðurfylgihlutir
Svo lengi sem það er ekki of yfirgnæfandi er hægt að komast upp með marga rosa flotta leðurfylgihluti eins og belti, sæta leðurkjóla, armbönd og annað slíkt.
Síðir kjólar og pils með hárri klauf
Mjög stórt trend síðasta sumar, og heldur áfram. Svo gaman að geta hent sér í sítt pils í flottum lit á vor eða sumarkvöldi -Eða bara fara í ekta gala-fíling á árshátíðina!
60’s kraginn
Mér finnst þetta gefa skyrtum og kjólum ótrúlega sætt dúkkuútlit og þetta getur gefið einföldustu flíkum karakter.
Það er alveg óþarfi að fara hamförum um fataskápinn og losa sig við allt frá síðasta season-i. Rótaðu, skoðaðu og gáðu hvað þú getur nýtt frá síðustu árum!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com