Ég rakst á fróðlegan lista í Cosmopolitan með fimm fáránlegum ástæðum þess að strákar dömpa stelpum sem þeir fíla.
Ég er nú þegar búin að greina frá einni ástæðu. Hér er önnur ..
Þeir eru enn að líta í kringum sig
Ef karlmenn eiga möguleika á að bæta stöðu sína þ.e.a.s. fá eitthvað betra en þeir hafa þá hika þeir ekki við það. Karlmaður mun velta því fyrir sér hvort að þú sért það besta sem hann getur nælt í.
“Þegar ég sé heita píu þá velti ég því fyrir mér hvernig það yrði að “deita” hana jafnvel þó að ég eigi kærustu” segir Andri (30 ára). “Grasið er alltaf grænna hinum megin. Alveg sama hversu frábær núverandi kærasta er .. karlmanni mun alltaf líða eins og hann sé að missa af einhverju”.
Auk þess að eiga það til að vera tækifærissinnar á þessu sviði þá finnst þeim þeir knúnir til að eiga sem flesta kynlífssigra.
“Ég viðurkenni það alveg. Ég veit nákvæmlega hversu mörgum stelpum ég hef sofið hjá án þess að þurfa að fara eitthvað sérstaklega yfir það í huganum” segir Daníel (29 ára) “og ég mun ekki binda mig þangað til ég hef verið með nógu mörgum og mismunandi konum”.
Skilgreining karlmanna á því hvað sé “nóg” er mismunandi, það getur verið að hann hafi látið þig róa bara af því þú varst ekki nógu neðarlega á listanum hans. Málið er að þangað til þeir verða “fullorðnir”, ná að klára konurnar á listanum sínum eða vinir þeirra hafa sannfært þá um að þeir geti ekki gert betur en þig þá er enn þá hættan á að hann dömpi þér til staðar.
Þar höfum við það .. og þá eru þrjár ástæður eftir sem gagnlegt er að gera sér grein fyrir.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.