Nú erum við komnar að fimmtu og síðustu ástæðu þess að strákar dömpa stelpum sem þeir fíla.
Hinar má finna hér, hér, hér og hér.
Little did she know — Þeir eru of hrifnir!
Karlmenn eru skíthræddir við að verða særðir. Ef að karlmanni byrjar að finnast eins og hann sé kominn í stöðu sem er líkleg til að gjörsamlega brjóta hjarta hans mun hann að öllum líkindum vilja vera fyrri til og segja þér upp.
Að dömpa kærustu sinni til tveggja ára var fyrir Geir (27 ára) eitthvað sem var það eina í stöðunni.
“Hún var fyrsta stelpan sem ég átti í alvarlegu sambandi við og ég kunni ekki við að einhver hefði svo mikið vald yfir mér.”
“Ég var orðinn of tilfinningalega þurfandi og mér fannst það óþægilegt. Þannig að ég dömpaði henni til að bjarga sjálfum mér!”
“Það hljómar brjálað, en gefið okkur smá séns. Hugsaðu um hversu viðkvæm og “paranoid” þú ert þegar þú ert yfir þig hrifin af strák og áttaðu þig á því að við göngum í gegnum það sama með stelpur sem við erum verulega hrifnir af.
Svo eru vinir okkar ekki eins góðir í að hjálpa okkur við að komast yfir fyrrverandi eins og vinkonur þínar plús það að vera opinberlega í hjartasorg með brotið hjarta lætur okkur líta út eins og aumingja.
Nei, það er mun betra að haga sér eins og sigurvegari áður en þú breytir okkur í aula.
Að enda sambandið virðist vera það eina í stöðunni áður en auðmýkingin og sársaukinn herjar á okkur eins og plága. Þetta er dæmi um okkar eðlislægu sjálfsbjargarhvöt”, segir Andri (29 ára).
Þar höfum við það. Fimm ástæður fyrir því að mennirnir sem við elskuðum sögðu okkur upp.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.