Samkvæmt Cosmopolitan eru aðallega fimm ástæður fyrir því að strákar dömpa stelpum sem þeir fíla.
Ég er búin að fjalla um tvær af þeim (sjá hér og hér) og nú er komið að þeirri þriðju.
Athugið að textinn er tekinn frá Cosmopolitan og er skrifaður frá sjónarhorni karlmanna.
Þeir einblína á það versta sem gæti gerst!
Frá þeim tíma þegar þú æpir á okkur fyrir að hafa skilið eftir blautt handklæði á rúminu til þeirra kvölda sem þú drekkur bjórdós í einum rikk án þess að anda, flokkum við allt í hugarmöppu með yfirskriftinni: Sannanir fyrir því að hún muni breytast til hins verra.
Þessari möppu flettum við í gegnum þegar við erum að spá í hvort að við viljum halda áfram í sambandi eða ekki en margir einhleypir menn eru mjög meðvitaðir um allt sem getur farið úrskeiðis þegar líða fer á samband.
Jafnvel þó við séum bálskotnir í ykkur, þá óttumst við að kílóin muni hrannast upp, að þú munir bara vilja kynlíf einu sinni í mánuði og tuðir í okkur frá morgni til kvölds. Við höfum sem sagt alltaf á bak við eyrað nokkur atriði sem gætu gefið til kynna að illa fari.
“Ég gef séð þetta gerast fyrir of marga af vinum mínum,” segir Erlendur (29 ára). “Eina sem þeir gera er að væla yfir því hvað kynlífið tekur mikla dýfu um leið og alvara er komin í sambandið. Þannig að stundum, jafnvel þó að ég sé að hitta konu sem er alltaf til í tuskið, þá “fríka” ég samt út og kem mér í burtu. “
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.