Ég rakst á lista í Cosmopolitan með fimm fáránlegum ástæðum þess að strákar dömpa stelpum sem þeir fíla.
Það er fátt meira ruglandi en karlmaður sem segir þér upp meðan þú veist að hann er hrifinn af þér.
Góðar líkur eru á því að þú hafir eða munir upplifa allavega eitt svona sambandsslit sem þú klórar þér í hausnum yfir:
“Bara, – hvaaað gerðist?”
Þú fílaðir hann, hann fílaði þig og allt stefndi í einhverja frábæra framtíð hjá ykkur saman. Síðan bara allt í einu, upp úr þurru, lætur hann sig hverfa.
Þannig að hvað fór eiginlega úrskeiðis? Kaldur raunveruleikinn er sá að það fór sennilega ekkert úrskeiðis.
Ástæða eitt – Slæm tímasetning
Konur vilja festa ráð sitt þegar þær hitta rétta manninn. Karlmenn vilja festa ráð sitt þegar þeir eru að hitta konu og rétti tíminn til að binda sig kemur. Það þýðir að ekki fyrr en allir þættir lífs þeirra eru komnir á hreint; hvort sem það er að klára háskólann, komast í góða stöðu í vinnunni, klára að borga af bílaláninu eða þegar vinirnir ganga í það heilaga hver á fætur öðrum sem að þeim finnst þeir vera tilbúnir til að endanlega festa ráð sitt.
Ef þú nælir í mann áður en þessi tímasetning gengur í garð þá eru góðar líkur á því að hann láti sig á endanum hverfa. Tökum Pétur (28 ára) sem dæmi. Hann hætti með Birgittu eftir tveggja ára samband en trúlofaðist síðan næstu kærustu sem að hann var búinn að hitta (“deita”) í aðeins 10 mánuði.
“Þegar ég var með Birgittu voru allir vinir mínir einhleypir. Ég var líka enn þá bara lærlingur og ekkert að gerast hjá mér hvað varðar starfsframann. Þannig að í hvert skipti sem að hún byrjaði að tala um framtíð okkar saman þá fannst mér hún of fljót á sér” segir Pétur.
“Ég hætti ekki með henni af því hún passaði mér ekki heldur vegna þess að ég vildi ekki giftast neinni á þessum tíma í mínu lífi. Ég hitti síðan Elísabetu akkúrat á þeim tíma sem ég gat hugsað mér að binda mig alveg”.
Þetta var ein ástæða en haldið ykkur fast, fjórar álíka góðar ástæður eru eftir …
(Tekið skal fram að nöfnum hefur verið breytt).
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.