Það eru fjögur atriði sem skipta mestu máli þegar kemur að fallegu og heilbrigðu útliti og þessi atriði eru jafnframt skýringin á því hvers vegna sumir eldast betur í útliti en aðrir.
Þessi atriði eru
HVÍLD
MATARÆÐI
HREYFING og…
UMHIRÐA HÚÐARINNAR
Hér segir Margrét Kristín Pétursdóttir snyrtifræðingur hjá Bláa Lóninu okkur hvernig best er að annast húðina en þá er margt sem ber að hafa í huga enda er hver og einn með sín sérkenni. Sumir hafa þurra húð og aðrir blandaða eða feita og hver tegund þarfnast mismunandi meðferðar. Einnig breytist ástand húðarinnar reglulega sem kallar oft á annarskonar meðferð. Þetta gerist bæði með aldri, hormónabreytingum, breytingum í veðri og öðru. Hún hvetur okkur til að koma reglulega að heimsækja snyrtifræðinga, svo að hægt sé að endurmeta ástand húðarinnar og gefur fleiri góð ráð…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=8SuitUNlbOo[/youtube]
Til gamans má geta þess að fram til 31 fyrsta maí býðst lesendum pjattrófanna 60 mínútna andlitsmeðferð á 8.900 kr í stað (11.200 eins og vanalega). Við skorum ykkur vinkonurnar eða mæðgurnar að taka saman dag í Bláa lóninu og dekra við ykkur. Það sér enginn eftir slíkum degi!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.