Ef þú átt góða vinkonu þá á þessi listi erindi við þig …
- Þú kannt fataskápinn hennar utan að.
- Þið eruð alltaf tiltækar í síma til að gefa grænt eða rautt ljós á fatakaup.
- Þú getur sagt henni hvort að hún líti vel út í flík eða ekki án þess að hafa áhyggjur af því að hún móðgist.
- Þið getið vísað í eitthvað ákveðið tímabil hjá hvor annarri og vitað nákvæmlega hvaða ár og mánuð það tímabil tilheyrir. Eins og “druslutímabilið mitt”, “tímabilið þegar ég klæddi mig eins og Taylor Swift” og “tímabilið þegar ég deitaði bara fávita”.
- Þið hafið skipst á að vera Blair og Serena (úr Gossip Girl) í vinskap ykkar. Oft.
- Þú veist mjög persónulega hluti um kærastann hennar sem gerir þér erfitt fyrir að horfa á hann.
- Þú getur troðið þig út af kolvetnaríkum mat fyrir framan hana.
- Þú hefur séð hana nakta og grátandi (og öfugt).
- Þú hefur séð hana kasta upp á klósetti á bar (og öfugt).
- Ef þið búið í sitthvoru landinu eða eruð ekki saman þegar þið takið ykkur til fyrir djammið þá sendið þið myndir ykkar á milli til að fá já eða nei við “lúkkinu”.
- Þú átt einhvern furðulegan “minjagrip” sem vísar í vináttu ykkar sem að kærastanum þínum finnst alveg stórfurðulegt (en hann gæti aldrei skilið það).
- Mamma hennar skrifar á Facebook vegginn þinn.
- Þið horfið á sömu þættina bara til að geta rætt þá (og ef hún er eftir á þá er það algjör kvöl. “Í guðanna bænum Rebekka kláraðu bara Dexter”.
- Þið skuldið alltaf hvor annarri um 3 þúsund kall en þið stressið ykkur aldrei yfir því vegna þess að þessi skuld hefur gengið á milli ykkar svo árum skiptir.
- Þið vitið að þið munuð gefa hvor annarri ÆÐISLEGAR brúðkaupsræður (og þið hafið verið að safna einhverju skemmtilegu til að segja í gegnum árin).
- Þið farið saman í þynnku brunch til að fara yfir kvöldið áður.
- Þér finnst hárið hennar alltaf flottast eins og það er frá náttúrunnar hendi.
- Þið talið oft um brjóstin á hvor annarri og komið þessvegna við þau ef það tengist umræðunni.
- Þú manst eftir öllum Facebook myndunum hennar og átt þér uppáhalds.
- Hún setur BFF sjálfsmyndir á Facebook jafnvel þó að hún líti illa út svo lengi sem þú ert heit á myndinni.
- Þú áttar þig á því ef að henni líkar ekki við einhvern jafnvel þó hún fari mjög leynt með það ..
- og þú veist strax af hverju manneskjan fer í taugarnar á henni.
- Stundum þegar þið hittið nýtt fólk þá getur það ekki fylgt ykkur eftir í samræðum vegna þess að þið talið í raun bara saman í hálfum setningum og með augnagotum.
- Þið eruð svo oft saman að fólk hefur hálfpartinn gefið ykkur sameiginlegt gælunafn.
- Þú þarft ekki að hugsa þig tvisvar um áður en þú talar fyrir hennar hönd.
- Símanúmerið hennar ásamt númeri mömmu þinnar er eina númerið sem þú kannt utan að.
- Þið hafið skrifað hvor annarri gamaldags bréf (alveg Harry Potter gömul uglubréf).
- Þið notið “við” þegar þið talið um ykkur við annað fólk eins og pör myndu gera (“við elskum þennan stað”).
- Þið eigið ykkur staði/klúbba/bari sem þú getur ekki farið á án hennar og ef þú gerir það líður þér eins og þú hafir haldið fram hjá henni.
- Þú kannt öll lykilorðin inn á samfélagsmiðlana sem hún notar. “Ef ég dey, geturu þá lokað Facebook-inu mínu?”.
- Foreldrar þínir spyrja þig oft um hvernig hún hafi það. Hún er eina vinkona þín sem pabbi þinn man nafnið á.
(Listi ízlenskaður úr Cosmo)
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.