… og þá erum við ekki að segja að Madonna eigi kærasta sem er 86 ára. Nei hann er að sjálfssögðu 26 ára.
Ungi maðurinn, sem heitir Timor Steffens, segir þetta reyndar ekkert nýtt, hann hafi alltaf átt kærustur sem eru eldri en hann sjálfur. Eldri konur minna hann nefninlega á mömmu!
Jú sjáðu til, Timor er alin upp af einstæðri móður sem var bæði sterk, skoðanamikil og sjálfsstæð og Timor segist einfaldlega heillast af þessum týpum. Hann segist alltaf læra eitthvað af þessum kærustum og því sé þetta bara málið, fyrir hann.
Þau Timor og Madonna hafa verið að hittast síðan í janúar en hann starfar sem dansahöfundur.
“Mamma mín hefur alltaf haft gríðarlega mikil áhrif á mig. Hún er baráttukona, sterk, sjálfsstæð kona og öll sambönd sem ég hef verið í hafa verið við svona konur. Sterkar konur með skoðanir.”
Timor segist langa til að eignast börn með drottningunni en hún á þegar dæturnar Lourdes og Mercy og synina Rocco og David. Timor vill börn til að geta verið betri pabbi en hans eigin faðir var honum.
Eins og sagt var frá á Pjattinu í fyrradag hefur Madonna eytt mestum tíma sínum við miðjarðarhafið undanfarnar vikur. Hún fór í frí með fjölskylduna og hélt upp á 56 ára afmælið sitt með glæsibrag en þema veislunnar var erótík á 1920’s árunum. Það vakti nokkra undrun að ekkert bólaði á Timor þarna niðurfrá en kunnugir efast um að Madonna sé búin að segja honum upp.
“Það er ekki hennar stíll að hætta með strákum í miðju fríi. Hún hefði frekar gert það áður en hún fór í fríið eins og hún gerði með Brahim.”
Það er óhætt að segja að Madonna sé kisa sem fer sínar eigin leiðir en hún á ekki marga sína líka meðal kynsystra sinna þó ótal karlar hegði sér með svipuðum hætti í ástarlífinu.
Hvað finnst þér – Er hún feminískur ofurtöffari eða bara eldri borgari í ruglinu?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.