- Þið sofið með sitthvora sængina.
- Þú getur sagt honum að hann sé að gera þig brjálaða án þess að þið farið að rífast.
- Þú ferð í sturtuna til hans en ekki í kynferðislegum tilgangi heldur vegna þess að þú ert of sein í vinnuna.
- SMS-in ykkar snúast aðallega um matarinnkaup.
- Þið skiptist á kynlífsgreiðum og hússtörfum.
- Þið notið sameiginlegt Google calendar.
- “Sexy náttföt” þýðir stuttbuxur í staðinn fyrir köflóttu bómullar náttbuxurnar.
- Þú ert með bólukrem á andlitinu fyrir framan hann eins og ekkert sé eðlilegra.
- Hann reynir ekki einu sinni að koma heim með eitthvað úr búðinni sem inniheldur rúsínur (eða eitthvað annað sem þú fílar ekki).
- Hann hefur vit á því að tala ekki við þig fyrir kl. 10 um helgar.
- Þú getur beðið hann um að tala ekki við þig í klukkutíma og hann skilur það.
- Hann umgengst fjölskyldu þína og vini jafnvel þó að þú sért ekki á staðnum (ef að þú ætlar ekki að horfa á fótbolta með pabba þínum þá verður einhver að gera það).
- Hann þarf ekki að spyrja þig hvað þú vilt úr bakaríinu af því hann veit það fyrir.
- Þú skilur ekki af hverju fólk sem er að “deita” talar aldrei saman í símann, bara aldrei.
- Þegar hann hringir í farsímann þinn þá veit hann um leið hvort að þú ert í vinnunni eða ekki. Af því að hann þekkir “vinnu röddina” þína.
- Þú getur klæðst náttkjólnum þínum eða alltof stóra náttbolnum á letidögum án þess að hann kalli þig lata eða finnist það “turn off” (og ef að honum finnst það vera “turn off” þá mun hann svo sannarlega ekki minnast á það).
- Hann lítur á fjölskylduna þína sem sína eigin jafnvel þó að þið séuð ekki einu sinni gift.
- Þú gengur um húsið með andlistmaska eins og ekkert sé.
- Hann SMS-ast við pabba þinn.
- Þið farið ekki upp í rúm á sama tíma lengur.
- Þú getur farið á klósettið á meðan hann er í sturtu.
- Þið borðið í sitthvoru lagi nema þegar þið farið á stefnumót.
- Hann veit hvað skilaboð sem inniheldur bara “pizza” þýðir og já hann velur uppáhalds áleggið þitt.
- Ef hann sendir þér ekki skilaboð allan daginn þá er það allt í lagi, hann er bara upptekinn.
- Það er ekki skrítið þegar foreldrar hans hringja í þig.
- Jafnvel þó að þið séuð ekki gift þá kalla litlu frænkur hans og frændur þig frænku sína (og það yljar þér um hjartarætur í hvert sinn sem það gerist).
(þýtt úr Cosmopolitan)
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.