L’Oreal kynnir nýjung í heildarlausn gegn öldrun húðarinnar – dagkrem sem vinnur á 10 merkjum öldrunar í einu og ótímabærri öldrun (meðal annars af völdum sólarinnar).
Ef þig langar í svona dagkrem og maskaraösku með skaltu lesa þennan texta áfram:
Dagkremið heitir Revitalift Total Repair 10 en einnig er hægt að fá næturkrem og serum í sömu línu. Dagkremið má nota bæði kvölds og morgna en til þess að ná sem kröftugastri virkni er best að nota serum og næturkrem með.
NOTKUN
Serumið er borið fyrst á allt andlitið og hálsinn kvölds og morgna og því næst dag- eða næturkrem yfir. Serumið inniheldur einstaka formúlu sem smýgur strax inní húðina og gefur henni skjótan raka, það fer lengra inn í húðina en kremin og hjálpar því til við að endurnæra og styrkja hana innan frá.
Næturkremið inniheldur meiri virkni en dagkremið svo morguninn eftir að þú berð það á húðina er hún endurnærð slétt og með fyllingu. Dagkremið inniheldur SPF 20 svo það verndar húðina afar vel yfir daginn fyrir geislum sólarinnar og er auk þess frábær undirstaða fyrir farða.
Með daglegri notkun á Revitalift Total Repair 10 línunni fæst:
Sléttari húð, mýkri húð, sterkari húð, bættur rakamissir, aukinn teygjanleiki, meiri fylling, jafnari hörundslitur, geislandi húð, áferðafallegri húð og jafnari skarpar línur.
Á Facebook síðu L’Oreal snyrtivara er nú í gangi spurningaleikur þar sem rétt svar getur gefið þér þetta snilldardagkrem ásamt veglegri maskaraöskju sem inniheldur góðan maskra frá L’Oreal og eyeliner.
Þar birta þær spurningu varðandi Revitalift Total Repair 10 annan hvorn dag en svörin finnur þú í sjónvarpsauglýsingunni hér fyrir neðan og í þessum texta ;).
Fimm heppnar konur verða dregnar lukkupottinum eftir hverja spurningu og fá þær Revitalift dagkremið og maskaraöskju að gjöf frá L’Oreal.
Smelltu HÉR til að vera með. Þetta er einstaklega auðvelt!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.