Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið framundan. 

Það skiptir alveg ótrúlega miklu máli hvaða manneskjur við umgöngumst frá degi til dags og hverjir fá að njóta tímans með okkur.

Búðu til og ræktaðu sambönd við fólk sem þú getur treyst á. Fólk sem er heiðarlegt og kann að meta þig fyrir þá manneskju sem þú ert, en styður þig líka í að verða sú eða sá sem þú vilt verða.

Veldu að umgangast fólk sem þú ert pínulítið montin af að þekkja, fólk sem þú lítur svolítið upp til, fólk sem sýnir þér bæði kærleika og sömu virðingu og góðvild og þú sýnir þeim.

Taktu líka eftir því sem annað fólk gerir. Það sem við gerum er nefninlega miklu mikilvægara en það sem við segjum.

Byrjaðu að leggja rækt við góðu samböndin