Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið sem er framundan.

Byrjaðu að trúa því að þú sért klár í slaginn…  Eftir hverju ertu að bíða? Halló?

Þú hefur allt sem þú þarft til að taka næsta skref í rétta átt. Fagnaðu tækifærunum sem stefna til þín og vertu til í að mæta áskorunum. Næsta ár verður frábært! Geggjað! Mikið betra en þetta.

Tækifærin sem þú býrð þér til eru trít fyrir sjálfa þig. Tækifærin sem þú kemur auga á eru gjafir sem munu hjálpa þér að vaxa og verða betra eintak af sjálfri þér.

Byrjaðu að trúa því að þú sért tilbúin.