Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið sem er framundan. 

Byrjaðu að njóta þess sem þú átt nú þegar.

Mörg gerum við þau mistök að halda að við verðum ekki hamingjusöm eða glöð fyrr en við eignumst einhvern ákveðinn hlut eða komumst á einhvern annan stað í lífinu.

Til dæmis þegar við fáum það sem aðrir hafa eignast á undan okkur, stöðuhækkun, annað borð á skrifstofunni, sumarbústað, þessa tösku, nýjan maka, nýjan sófa og svo framvegis.

Því miður taka öll ferðalög tíma og þegar þú kemst á áfangastað þá langar þig örugglega að fara eitthvað annað næst. Það er mikið betra að staldra við í augnablikinu og þakka fyrir allt það góða sem þú hefur. Anda inn og út. Þakka fyrir fallega heimilið, góðu börnin, heilsuna, kraftinn, heilbrigðan líkama og allt hitt. Leggðu þig fram um að meta það góða sem þú átt.

Ef þú staldrar ekki strax við þá muntu sjá að á endanum gekk ævi þín út á að komast á annan stað en þann sem þú ert á og njóta því aldrei þess sem þú hefur.

Byrjaðu því hvern morgun á að þakka fyrir hvar þú ert í lífinu og hvað þú átt.