Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið sem er framundan. 

Sýndu sjálfri þér meiri kurteisi.

Af hverju að koma fram við sjálfa/n þig með hætti sem þú myndir aldrei bjóða öðrum? Hvers vegna ættir þú að tala niður til þín? Er ekki sniðugt að hætta því?

Ef þú ættir vin eða vinkonu sem kæmi fram við þig eins og þú gerir stundum þá myndirðu eflaust ekkert vilja hafa saman að sælda við þá manneskju. Breyttu þessu.

Sú framkoma sem þú sýnir sjálfri eða sjálfum þér setur öðrum viðmið.

Ef þú kemur illa fram við sjálfa þig þá er ekkert sem stoppar aðra í að gera það líka. Breyttu þessu til hins betra. Þú verður að elska sjálfa þig og sýna þér virðingu. Talaðu fallega um sjálfa þig. Talaðu fallega við sjálfa þig. Ekki rífa þig niður að tilefnislausu. Sýndu sjálfri þér miskun. Hugsaðu fallega til þín og…

Sýndu sjálfri þér meiri kurteisi.