Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið framundan. 

Við hugsum stundum allt of mikið um það sem við ættum ekki að vera að gera. Það sem er ‘bannað’, það sem má ekki, það sem er of mikið og svo framvegis. Málið er reyndar að það er alltaf allt í boði. Við getum í sjálfu sér gert og fengið það sem við viljum.

Þú veist að þú mátt í raun hvað sem er. Þú ert fullorðin. Átt þig sjálf.

Það er enginn sem bannar þér að fá þér rauðvín, súkkulaði, bjór og köku, lotuhorfa á Netflix seríu eða fara í skemmtistaðasleik. Vittu að þú hefur frelsi til að gera það sem þér sýnist. En þú berð líka ábyrgðina og þarft að ákveða hvort það sé gott fyrir þig að gera það sem þú gerir, í því magni sem þú gerir það… Mundu bara að þú mátt raunar gera mikið meira en þú heldur.

Ég má þetta