Ilse Crawford er einn þekktasti innanhússhönnuður Bretlands. Allt sem hún kemur nálægt verður að ævintýri.

Hún hefur hannað hverja villuna á eftir annari. Verið dómari í sjónvarpsþáttum um innanhússhönnun. Gert auglýsingar fyrir Georg Jensen og margt margt fleira. Hérna er eitt virðulegt sveitasetur sem hún hannaði á dögunum. Heimilinu var breytt frá toppi til táar eins og sagt er. Hvert herbergi fékk sína sögu og útkoman er hreint dásamleg.