Nauðgun er ógeðslegur glæpur en því miður er erfitt fyrir margar konur að átta sig á því hvers eðlis glæpurinn er og hvaða afleiðingar hann getur haft.

IMG_1342Hjá Stigamótum er unnið frábært starf sem ótal margar konur á Íslandi hafa notið góðs af. Ef þú hefur grun um að þú hafir verið beitt kynferðislegu ofbeldi af einhverju tagi gefst þér kostur á að leita til Stigamóta og fá þá ráðgjöf og hjálp sem þú þarft á að halda.

Hér er reynslusaga einnar konu sem leitaði til Stigamóta. Hún gaf okkur leyfi til að birta sögu sína.

Þegar röddin var tekin frá mér

„Mér líður eins litlu hafmeyjunni þegar ég hugsa um fyrri nauðgunina og afleiðingar hennar. Þar sem allt í einu röddin mín var tekin, það heyrði enginn það sem ég reyndi að segja. Ég fékk röddina stuttu eftir en þó fékk ég ekki orðið sem mig vantaði mest, nei. „Nei-ið“ mitt var tekið úr orðaforðanum mínum þessa nótt, það var tekið og því splundrað í þúsund merkingarlausa mola,” skrifar Elín Hulda.

Það tók langan tíma að átta mig á að ég hefði eitthvað neitunarvald og að ég hefði ekki bara verið sett á þessa jörð til að þjóna karlkyninu og þeirra kynferðislegu löngunum.

„Nei, voru bara innantómir stafir sem höfðu enga merkingu. Ég reyndi á hverjum degi að setja saman þessa mola til að mynda orðið nei. Nei, þú mátt ekki koma heim með mér, nei, ég vil þetta ekki, nei, ég vil ekki að þú kyssir mig eða snertir mig,” skrifar Elín sem segir að Stígamót hafi svo hjálpað henni að setja saman þessa mola og koma orðinu aftur fyrir í orðaforðann sinn.

Ég vildi láta hann vita að það sem hann gerði var rangt

„Það tók langan tíma að átta mig á að ég hefði eitthvað neitunarvald og að ég hefði ekki bara verið sett á þessa jörð til að þjóna karlkyninu og þeirra kynferðislegu löngunum. Stígamót hjálpuðu mér að sjá að ég er einhvers virði og að ég má taka pláss í heiminum. Ég var ekki sett á þessa jörð til að þóknast og þjóna öðrum. Allt það sem ég lærði og öll sú hjálp sem ég fékk á Stígamótum styrktu mig svo seinna til að standa upp fyrir sjálfri mér þegar mér var nauðgað í annað sinn. Ég stóð í fyrsta skipti upp fyrir sjálfri mér og kærði strákinn. Ég vildi láta hann vita að það sem hann gerði var rangt og reyna stoppa hann í að gera nokkurri annarri manneskju svona hryllilega hluti.
Stígamót hjálpuðu mér að verða að þeirri sterku manneskju sem ég er í dag. Fyrir það og svo margt meira er ég ævinlega þakklát fyrir Stígamót og þeirra starfsemi.”

Hægt er að leggja Stigamótum lið með því að leggja inn á þau mánaðarlega, allt telur, margt smátt gerir eitt stórt. Bara 500 eða 1000 krónur gera sitt gagn. Smelltu hér. 

💜