veislutjaldVeislutjald.is er ungt og framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í útleigu veislutjalda fyrir hina ýmsu viðburði, eins og til dæmis brúðkaup, afmæli, útskriftir og ættarmót.

Fyrirtækið markaði fljótt þá stefnu í rekstri félagsins að láta gott af sér leiða í samfélaginu. Hinn árlegi viðburður Góðgerðajúlí verður til að mynda haldinn nú í annað sinn hjá þessu litla en spræka fyrirtæki en verkefnið hlaut frábærar viðtökur í fyrra.

rjodurGóðgerðajúlí gengur út á strákarnir sem eru með Veislutjald.is gefa 10% af hverju leigðu tjaldi og 1.000 kr. af hverjum leigðum hitalampa til góðgerðamála í júlí.

Rjóður fékk styrk í fyrra

Rjóður varð fyrir valinu árið 2015 og fékk 50.000 krónur afhentar frá Veislutjald.is en Rjóður er hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik og fötluð börn.

Ef þú veist um eitthvað einstaklega gott málefni eða jafnvel einstakling sem Veislutjald.is gæti styrkt þá endilega sendu þeim línu á veislutjald@veislutjald.is með frekari útskýringum.

Margt smátt gerir eitt stórt!

Hér að neðan má sjá tjöldin sem hægt er að leigja af strákunum hjá Veislutjald.is

9x5m Veislutjald

9M X 5M Veislutjald

Glæsilegt 45 fm hvítt veislutjald sem tilvalið er í útskriftir, brúðkaup, afmæli og aðrar uppákomur. Tjaldið er sett upp í þremur hlutum og er því hægt að slá upp 6×5 m fleti fyrir minni veislur, eða þar sem rými er takmarkað.
Vegghæð er 2,5 m og fyrir miðju er hæð tjaldsins 4,15 m.

ATH: Verkstjóri, sem hjálpar til við uppsetningu, fylgir frítt með hverju leigðu tjaldi innan höfuðborgarsvæðisins.

Verð m/vsk. 44.500,- fyrir tveggja daga leigu.

6x6m Topptjald (Pagoda)

6M X 6M Topptjald (Pagoda)

Fallegt 36 fm hvítt topptjald sem er tilvalið til notkunar þar sem skapa á skemmtilega stemmningu. Þessi stærð hentar vel í bakgörðum og er skemmtileg viðbót við vel heppnaðar grillveislur og veisluhöld.
Vegghæð er 2,7 m og hæsti punktur 6 m.

Verkstjóri, sem hjálpar til við uppsetningu, fylgir frítt með hverju leigðu tjaldi innan höfuðborgarsvæðisins.

Verð m/vsk. 39.500,- fyrir tveggja daga leigu.

SONY DSC

Hitalampar

Veislutjald.is er einnig með frábæra rafmagnshitalampa. Það er notalegra að sitja úti á löngum sumarbjörtum næturkvöldum við hlýjan yl lampanna. Lamparnir eru léttir og nettir en um leið eru þeir öruggir, öflugir og sparneytnir. Fullkomin viðbót til að njóta íslenskra sumarnátta í einu af okkar frábæru veislutjöldum.

Verð m/vsk. 4.000,- fyrir tveggja daga leigu.
Verð m/vsk. 3.500,- ef leigt er með veislutjaldi.

Fyrir pantanir og frekari upplýsingar skaltu hafa samband á veislutjald@veislutjald.is