satcsHæ Pjattrófur og lesendur… mig langaði að deila þessu með ykkur. Kveðja Ásdís Helga…

Ég var að lesa Hello Kitty barnabók með 5 ára gamalli dóttur minni fyrir nokkru og rakst á þessa setningu “Góð vinkona er gjöf sem þú gefur sjálfri þér”.

Ég fór að hugsa um vinkonur minar og hvaða máli þær skipta mig.

Það eru til allskonar vinir; ég á vinkonur sem ég heyri í oft í viku og segi bókstaflega allt, hvar væri maður án svoleiðis vinkvenna?! Svo á ég vinkonur sem ég hef þekkt frá því ég var í leikskóla og það er alveg sama hve langt síður á milli samtala, það er alltaf eins og við höfum heyrst í gær.

Ég á líka margar kunningja-vinkonur sem ég þekki ekki mikið en þykir hrikalega gaman að rekast á.  Ofan á þetta á ég svo mömmu sem er besta vinkona mín og heilan helling af frænkum sem eru allar dásamlegar og ég get bara ekki hugsað mér lífið án þeirra.

Hvað er betra eftir erfiðan dag en að hringja í góða vinkonu og spjalla í klukkutíma um allt og ekkert, hlæja og gráta saman og upplifa lífið?!  Veit ekki með ykkur en mér finnst það endurnærandi.

Í sömu Hello Kitty bók er listi yfir það sem er mikilvægast í vináttusamböndum; Traust og heiðarleiki – basic! Eins og í öllum samböndum, hvort sem það er hjónaband, samband þitt við börnin þín eða vinkonur þá hlýtur þetta að vera rétt.

Ég hreinlega held að Hello Kitty viti um hvað hún er að tala!