konavinnaÞú ert að sækja um draumastarfið og ert búin að skila inn umsókn og ferilsskrá.

Næsta í stöðunni: Eftir að ráðgjafar og starfsmannastjórar hafa farið yfir umsóknir er næsta skref að kalla þá í viðtal sem koma til greina. Til þess að eiga meiri möguleika á að hreppa stöðuna er ágætt að hafa þetta í huga:

1.

6a00d834516a5769e200e54f0bd53e8833-800wiReyndu að afla þér upplýsinga um viðkomandi fyrirtæki; hversu margir vinna þar og af hverju er verið að ráða nýjan starfsmann í starfið. Þú gætir komið skemmtilega á óvart í viðtalinu með því að vera með þessa hluti á hreinu.

2.

Vertu stundvís.

3.

Taktu með aukaeintak af ferilskránni sem þú sendir með umsókninni. Eins er ágætt að koma með frumrit af prófskírteinum og önnur plögg sem kann að verða óskað eftir í viðtali.

4.

Hugaðu vel að klæðnaði þínum og útliti. Miðaðu klæðnaðinn við umhverfið sem þú ert að sækjast eftir að komast í. Gættu þess að andlitsmálningin sé hófleg og ilmvatnið mátulega mikið. Reyndu að haga klæðaburðinum þannig að þér líði vel. Blár og brúnn eru litir sem eru taldir heppilegir þegar sótt er um vinnu.

1b1c8143079430ee8cc0e8abaf92344b
Mikilvægt er að vera vel til hafður í atvinnuviðtölum

5.

Mundu að sá sem tekur viðtal við þig fylgist með líkamstjáningu þinni. Reyndu að leyna óörygginu (ef það er til staðar) og vertu eðlileg í fasi.

6.

Búðu þig undir að fá persónulegar spurningar um kosti þína og galla. Eins máttu búast við að fá spurningar úr ferilsskránni og hvers vegna þú hafir gert hitt og þetta. Undirbúðu sjálfa þig í huganum áður en þú ferð í viðtalið.

Yfirleitt eru margir kallaðir til í viðtal á ráðningarstofur og síðan eru nokkrir sem komast í viðtal hjá viðkomandi fyrirtæki. Að komast í viðtal er ákveðinn sigur og því þýðir ekki að missa sjálfstraustið þótt þú fáir ekki starfið. Það er ekkert annað í stöðunni en að reyna aftur og hugsa með sér að það hafi verið tap fyrir atvinnurekandann að missa þig.

Næst þegar þú sækir um draumastarfið býrðu yfir mikilvægri reynslu og ert enn sterkari fyrir vikið.

Mundu að þú kemst langt með viljann að vopni!