chiagrauturGóðan daginn og alltaf er nú gott að byrja mánudaginn vel með hreyfingu! 😃

Það virðist stundum erfiðara að vakna á mánudögum en aðra daga, við viljum byrja vikuna vel og því eru mánudagar vinsælustu æfingadagarnir.
Best er að gera samning við okkur sjálf. Samningur stendur og ekkert hik þegar við vöknum.  Eins og segir “if you snooze you loose”.
Ég er nokkuð viss um að við erum ánægðust með okkar fyrstu æfingu vikunnar. Það er ekki þess virði að eyðileggja góðan mánudag með því að sleppa æfingunni sem þú varst ákveðinn í að mæta á.
Það eru til endalaust mörg spakmæli um mánudag og flest eru neikvæð, af hverju ? Hér koma nokkur sem ég valdi, – góð finnst þér ekki?

“Monday is one of my favorite days of the week. My 7th favorite.”
“The toughest activity of a week starts right from Monday morning….it is called “Waking Up”
“Why is monday so far from friday but friday so close from monday”
“If you meet people who makes you happy during Mondays, then it won’t be as hard.”

Súpereinfaldur Chiagrautur sem þú getur gert fyrir næsta mánudag

Ásdís grasalæknir lumar á mjög góðum og hollum uppskriftum.  Morgunmaturinn er ávallt ein mikilvægasta máltíð dagsins og því mikilvægt að vanda sig.  Þessi útgáfa af chia graut er einföld, holl og góð.  Geri þetta kvöldinu áður og tekur enga stund!

Chia möndlu berjagrautur

chiagrauturmondlu2 msk chia fræ
1-2 dl möndlumjólk hrein
smá dash kanill
smá sjávarsalt
3 dr vanillustevía
3 msk frosin ber

Blanda öllu saman í krukku. Set frosin berin beint ofan á, loka krukkunni og inn í ísskáp og tilbúið! Borða beint úr krukku!

Hægt að taka með og henda bara í veskið ef þú ert á mikilli hraðferð!

Verði þér að góðu, bæði í líkama og sál!