Það gerir öllum gott að taka sér frí frá daglega amstrinu og njóta lífsins – En það eru fleiri ástæður heldur en hvíldin fyrir því að þú ættir að ferðast!

Ferðalög geta haft svo góð áhrif á mig að ég elska fátt jafn mikið og að ferðast – þegar ég ferðast reyni ég að kynnast menningunni á staðnum og það sama gerist þegar þú flytur erlendis um tíma. Ég bý á Spáni núna og valdi bæ þar sem mest megnis Spánverjar búa. Ég er að læra spænsku og legg mig mikið fram um að kynnast menningunni hér – sem ég elska !


Ferðalög geta breytt okkur frá grunni – en auðvitað mismikið eftir því hvernig ferðalög við förum í.

Eftir að ég fór að ferðast sjálf þá hef ég valið að fara ekki í pakkaferðir heldur fara frekar og gista í íbúð og reyna að hafa sem mest samskipti við íbúa landsins ef það er mögulegt og keyra um og eyða sem mestum tíma úti í náttúrunni.

Ferðalög gefa mér frið, hamingju, aukna þekkingu og skilning á því sem er að gerast í kringum mig, þau sýna mér fegurð sem ég hef ekki áður séð og hvetja mig áfram til að gera það sem mig langar að gera.

13 ástæður til að ferðast meira

 1. Ferðalög minnka almennt streitu og kvíða og þar með auka þau vellíðan og ánægju
 2. Þau geta opnað skilningarvitin hjá þér enn frekar – nýjar lyktir, ný hljóð, nýtt umhverfi o.s.frv. – það getur ekki annað en haft áhrif á okkur.
 3. Í ferðalögum getur svo margt farið úrskeiðis, og líka í flutningum erlendis – Þú lærir svo margt – meðal annars að takast á við margskonar vandamál sem geta komið sér vel í lífinu!160858168_5e4b7f3fbe_z
 4. Þú þjálfar hugann við einföldustu hluti í ferðalögum – læra á nýtt lestarkerfi eða jafnvel bara panta mat lætur þig nota heilann á annan hátt en heima.
 5. Það hjálpar þér að verða mannblendinn og opnar hugann þinn fyrir nýjum hugmyndum.
 6. Ferðalög hafa áhrif á sköpunargáfu þína og hefur áhrif á það hversu sveigjanleg þú ert í almennt.
 7. Þú verður sjálfstæðari og það eykur sjálfstraustið þitt.
 8. Ferðalög geta haft áhrif á þröngsýni og fordóma – þegar maður kynnist fleiri menningarheimum hlýtur það að gerast að þú ferð að sjá hlutina í stærra samhengi og fordómar eru yfirleitt byggðir á þekkingarleysi
 9. Þú verður hugrakkari – í hvert sinn sem þú ferð út fyrir þægindahringinn opnast nýjar leiðir fyrir þér og þú ert frekar tilbúinn að taka skref sem þú varst áður hrædd við.
 10. Þau gera þig hamingjusamari – flesta – það getur látið þér líða eins og þú sért bæði frjáls og lifandi að vera að ferðast, skilja áhyggjurnar og ábyrgðina eftir heima.
 11. Þau gera þig tilbúna að takast betur á við lífið þitt heima – vinnu og félagslega, aftur þessi þægindahringur sem við eigum til að búa í, það er svo gott að fara út fyrir hann!
 12. Það hefur jákvæð áhrif á heilsuna að ferðast.
 13. Minningarnar úr ferðalögum hverfa aldrei, hvað þá eftir að myndavélarnar urðu til – og þú getur alltaf horft til þess tíma aftur!

_____________________________________________________________

girl-traveling“When you expose your brain to an environment that’s novel and complex or new and difficult, the brain literally reacts,” Those new and challenging situations cause the brain to sprout dendrites and grow the brain’s capacity – Paul Nussbaum taugasálfræðingur (e.neuropsychologist)

Vonandi var þetta nógu sannfærandi til að láta þig kaupa miðann út fyrir sumarið og upplifa nýja menningaheima!