1346085800_2_2_3

Það eru fáar fatabúðir sem selja jakka og kápur sem passa á mig, enda hefur hæð mín ekki unnið með mér í þessari deild hingað til eins og ég fjallaði meðal annars um í þessari grein minni.
5441315803_1_1_3

Að finna blazerjakka, kápu eða bara yfirhöfn af einhverri tegund er algjör höfuðpína!

Ég gerði dauðaleit í tvö ár að leðurjakka þar til ég fann minnsta fullorðins leðurjakka sem ég hef séð í Karen Millen fyrir fimm árum og hin eilífa leit mín að blazer stóð þar til nú nýverið þar sem ég fann hann í Bershka.

Spænska verslunarkeðjan Bershka er algjör himnasending fyrir svona lág- og grannvaxnar konur eins og mig!

Hún hefur minnstu númer sem ég hef fundið, enda frá Spáni.

Ég fór fyrst inn í þessa búð þegar við Margrét systir mín fórum til Köln í Þýskalandi árið 2012. Eftir það hef ég reynt að finna búðina hvar sem ég fer erlendis enda fannst mér ég hafa himinn höndum tekið.

Ég fór síðast í verslunarferð í Bershka með Sophie vinkonu minni þegar ég heimsótti hana til Dublin núna í mars og ég hef aldrei átt jafn velheppnaða verslunarferð. Aldrei!

Yfirleitt er prógrammið svona þegar ég fer að máta föt: Ég máta 10-12 flíkur, ein passar.
Núna tók ég tvo blazer jakka, tvær kápur, tvö pils, peysu og tvo boli. Allt smellpassaði. Þvílík gleði!

0989086800_2_2_3Ef þú ert eins og ég, pínu lítill rindill sem leitar með sveitta efrivör í petite deildinni en allt er eins og það sé hannað á ferkantaða manneskju, – finndu þá Bershka næst þegar þú ferð erlendis og vonandi verður skemmtilegra að máta föt en áður.

Fötin eru ekki bara falleg og í skemmtilegum stærðum heldur eru þau líka á ótrúlega sanngjörnu verði.

Hér finnur þú meira um Bershka en verslunin er hluti af sömu keðju og Zara, Massimo Dutti ofl.

_______________________________________________________