cant-sleep

Þegar við tölum um að sofa nægilega mikið, þá er það ekki bara umræða um lúxus heldur er svefninn nauðsynlegur til að halda góðri heilsu og líða vel.

DIGITAL CAMERA
Hress og vel útsofin 

Ég fór aðeins að velta þessu fyrir mér eftir að hafa komið í menninguna hér á Spáni. Hér eru allir svo afslappaðir og hitinn hefur örugglega áhrif. Engin er að stressa sig.

Ég hef það í huga þegar ég fer í búð, banka eða spjalla við símafyrirtækið mitt að taka mér tíma því það getur allt gengið ansi hægt.

Ég átti erfitt með að venjast þessu fyrst en ég finn hvað ég er orðin afslöppuð – og ég sef svo miklu meira hér en ég gerði á Íslandi!

Ég var ekki viss hvort ég væri að sofa bara meira en heilbrigt væri, (ég á einn gutta) svo að sofa í 8-9 tíma hljómaði fjarstæðukennt áður en ég flutti hingað út!

Rútínan er best

Við þekkjum það flest að hafa svo mikið að gera að svefn verður það sem við látum mæta afgangi, en ég meina það er bara hægt að bæta upp seinna. Eða hvað?

894262810_50fa389e05

Foreldrar ungra barna þekkja það kannski sérstaklega að loksins þegar litlu krílin eru öll sofnuð þá er oft erfitt að sætta sig við að slökkva ljósin sjálf og halda áfram í næsta dag, án þess að fá smá tíma fyrir sjálfa sig.

Það á oft sérstaklega við þegar börn eru lítil og eiga erfitt með svefn en það er einmitt tíminn sem maður ætti að sofna enn fyrr!

Er það þá geðheilsan vs. me-time?… erfitt val…

 

Það virkar ekki að ætla sér að sleppa svefni til að verða meira úr verki því þegar þú hefur sofið minna en þú þarft þá hefur það áhrif á skapið, orkuna, fókus og hæfileika til að eiga við streitu og stress.

Ein svefnregla sem gengur yfir alla er einfaldlega ekki til. Þú þarft að finna hvað þú þarft mikinn tíma og hvernig svefnrútínan þín virkar best til að líða vel.

Góður svefn leiðir til tilfinningalegs jafnvægis, meiri sköpunarkrafts, aukinnar líkamlegrar orku og svo hefur hann áhrif á þyngdartap – Það er í raun ekkert annað sem hjálpar jafn mikið til í lífi þínu með jafn lítilli fyrirhöfn 😉

Það er meira en bara hvíldin sem þú græðir á góðum svefni! Þú kemur líka meiru í verk eftir góðan svefn heldur en að vinna lengur eftir lítinn svefn.

4 rangar staðhæfingar um svefn

girl-falling-asleepEinn klukkutími til eða frá skiptir engu máli
– Að missa klukkutíma svefn getur haft áhrif á viðbrögð og hugsanir þínar

Þú getur vanið þig á að sofa minna og það hefur ekki slæm áhrif
– Það hefur alltaf slæm áhrif að sofa minna en líkaminn þarf

Þú getur sofið minna á virku dögunum en vinnur það upp um helgar
– Það er betra að halda rútínu ef það er hægt og sofa jafn mikið (um það bil) hverja nótt.

Sofðu nóg og þá lagast þreytan á daginn
– Við þurfum ekki bara nægan svefn við þurfum líka gæða svefn!

Samkvæmt Bandaríska Heilbrigðisráðuneytinu (the National Institutes of Health) þá þurfa fullorðnir 7,5-9 tíma svefn hverja nótt!

sleep-900x663

Ert þú að passa upp á þinn svefntíma? Hvað þarftu mikið?

Á Íslandi eru eflaust margir sem sofa mun minna og er það ávísun á langvarandi svefnleysi – við getum alveg lifað lífinu svona en við gætum kannski lifað lífinu okkar með mun meiri fókus og betri líðan ef við myndum fara að þessum ráðum!

Samkvæmt Háskólanum í Kaliforníu (University of California, San Francisco) þá eru það aðeins 3% okkar sem þurfa ekki nema 6 tíma svefn á nóttu.

Til að komast að því hvort þú færð nægan svefn er talað um að athuga hvort að við séum með orku frá því að við vöknum og þangað til við förum að sofa – Það á að vera hægt!

happy-woman5

Hér eru nokkrar spurningar til að hafa í huga:

  • Vaknar þú á undan vekjaraklukkunni? – Þá er líkaminn þinn líklega að segja þér að þú sért búin að sofa nóg og best er að fara á fætur í stað þess að berjast við að sofna aftur, (með það í huga að það sé ekki um miðja nótt auðvitað).
  • Hvað tekur það þig langan tíma að sofa? – ef svarið er undir 10 mínútum þá er möguleiki á því að þú sért að sofa of lítið en ef það tekur þig meira en klukkutíma þá er því einmitt öfugt farið og þú getur alveg gefið þér auka hálftíma áður en þú ferð upp í eða vaknað hálftíma fyrr.
  • Ertu að vakna oft á nóttunni? – Það getur verið vegna streitu í lífinu þínu eða svefnvandamála en ef það er búið að útiloka þetta þá getur verið að líkaminn sé að segja þér að þú þurfir ekki svo mikinn svefn.
  • Hvernig líður þér yfir daginn? – Ertu þreytt? Gætir þú sofnað ef þú myndir lesa bók í sófanum? Ertu að leka niður úr þreytu? Þá er það aldeilis vísbending um að þú ættir að reyna að sofa meira.

Hlustaðu á líkamann þinn – Sumir þurfa ekki þessar 8 klukkustundir sem þeim er sagt að sofa á meðan aðrir þurfa meira en átta tíma.

P.s. Smá siesta gerir engum illt heldur…