Beyoncé í ræktinni

Hin ofur-úber-súper-flotta Beyoncé hefur nú sent frá sér Ivy Park, nýja fatalínu fyrir ræktina.

Það má búast við dýrðinni í verslanir 14.apríl og vörurnar má m.a. nálgast í Topshop, Net A Porter, Selfridges og Nordstrom.

Sir Phillip Green, stofnandi Topshop, hannaði línuna í samvinnu við dívuna en þetta er mestmegnis svartur, hvítur og grár íþróttafatnaður; hettupeysur, leggings, toppar og derhúfur. Skemmtilega lúmskur 80’s og 90’s fílíngur í þessu.

Það er bókað að þessi lína mun slá í gegn enda ekki leiðum að líkjast. Hér má sjá drottninguna útskýra hvað hún er að pæla með þessu nafni… Ó við erum svo spenntar!