fiskuriofniFlest borðum við heldur lítið af fiski, svona miðað við það hvað hann er hollur, hitaeiningasnauður og fínn í maga.

Hér er einföld uppskrift fyrir þig og þína. Þetta er léttur fiskréttur með grænmeti, gerður í eldföstu móti, einfaldur, fljótlegur og ofsalega góður.

INNIHALD

500 gr ýsa eða þorskur
1 tsk salt
1-2 tsk eðalkrydd frá Pottagöldrum
1 msk góð olía
1 rauð paprika
1 gul paprika
1/2 brokkolíhaus
1 askja kirsuberjatómatar
2 msk mozzarella ostur

AÐFERÐ

Olía í eldfast mót. Fiski raðað í mótið, saltað og kryddað. Paprika og brokkolí skorið niður smátt og steikt smá stund á pönnu, ásamt 1/2 dl vatni (svo það brenni ekki við) og svo er þetta látið malla í 4-5 mín.

brokkoliGrænmetinu er því næst hellt yfir fiskinn ásamt vökva sem hefur myndast á pönnunni. Svo eru ostur og tómatar sett yfir og inní 190°ofn í ca 10 mín.

Borið fram með kotasælu og grænu salati!